Í úrslit gegn Keflavík eftir útisigur á Haukum

Eftir góðan sigur á Valskonum í Stykkishólmi síðasta fimmtudag þurftu Snæfellskonur að leggja Hauka að velli á Ásvöllum til að tryggja sig í úrslitaleikinn í Lengjubikarnum.  Stelpurnar kláruðu verkefnið eftir ævintýralegan dag þar sem rútan bilaði á vatnaleið og hver annar en hann Hermundur Páls kom okkur til aðstoðar og náðum við að mæta 30 mínútum fyrir leikinn.  Þökkum öllum þeim toppmönnum sem aðstoðu okkur við að láta hlutina ganga upp í svona ævintýri.
En að leiknum, Hildur Sigurðardóttir opnaði leikinn strax eftir flott spil úr uppkastinu og komust Snæfell í 2-7 og 6-13.  Haukar sem voru mjög vinnusamar í vörninni náðu að svara sóknarárás Snæfells og héldu vel í við Snæfell og staðan 19-25 eftir fyrsta leikhluta þar sem Alda Leif Jónsdóttir nelgdi niður þrist á lokaflautinu.  Berglind hafði verið drjúg….

Eftir góðan sigur á Valskonum í Stykkishólmi síðasta fimmtudag þurftu Snæfellskonur að leggja Hauka að velli á Ásvöllum til að tryggja sig í úrslitaleikinn í Lengjubikarnum.  Stelpurnar kláruðu verkefnið eftir ævintýralegan dag þar sem rútan bilaði á vatnaleið og hver annar en hann Hermundur Páls kom okkur til aðstoðar og náðum við að mæta 30 mínútum fyrir leikinn.  Þökkum öllum þeim toppmönnum sem aðstoðu okkur við að láta hlutina ganga upp í svona ævintýri.

 

En að leiknum, Hildur Sigurðardóttir opnaði leikinn strax eftir flott spil úr uppkastinu og komust Snæfell í 2-7 og 6-13.  Haukar sem voru mjög vinnusamar í vörninni náðu að svara sóknarárás Snæfells og héldu vel í við Snæfell og staðan 19-25 eftir fyrsta leikhluta þar sem Alda Leif Jónsdóttir nelgdi niður þrist á lokaflautinu.  Berglind hafði verið drjúg með átta stig í fyrsta leikhluta og ætlaði ekki að láta systur sína stinga sig af í stigaskorinu en hún var með 9 stig eftir fyrsta leikhluta. Snæfell komust í 25-32 en með góðri hittni fyrir utan þriggja stiga línuna jöfnuðu Haukar 32-32 og aftur 39-39.  Eftir leikhlé í lok fyrri hálfleiks náðu Snæfell að skora síðustu sex stig hálfleiksins og staðan 39-45. 

 

Snæfellsstúlkur náðu að hafa frumkvæðið áfram og þristur frá Hildi og síðan Berglindi hélt liðinu á floti.  Snæfell náðu níu stiga forystu 51-60 í lok leikhlutans og voru stolnir boltar í svæðisvörninni hjá þeim Kieraah og Öldu Leif mikilvægir.  Snæfell komust í 51-64 strax í upphafi fjórða leikhluta og mestri forystu náðu Snæfell 61-77, en síðustu átta stig leiksins komu frá Haukum og lokastaðan 69-77.

 

Ljóst var að Snæfellsstúlkur geta gert betur á flestum sviðum en Berglind Gunnars var drjúg í stigaskorinu með 25 stig, markmiði liðsins var náð en það var að komast í úrslitaleikinn.

 

Úrslitaleikurinn gegn Keflavík fimmtudaginn 27. September fer fram á heimavelli Keflavíkur klukkan 19:15.

 

Stelpurnar eiga einn leik eftir í riðlinum gegn Hamarsstúlkum sem koma í heimsókn á morgun sunnudaginn 23. September og hefst leikurinn klukkan 17:00. 

 

Stigaskor Snæfells: Berglind Gunnarsdóttir 25 stig, Kieraah L. Marlow 19, Hildur Sigurðardóttir 13, Alda Leif Jónsdóttir 8, Hildur Björg Kjartansdóttir 6, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 4, Rósa Kristín Indriðadóttir 2.  Aníta Rún Sæþórsdóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0.

 

Stigaskor Hauka: Gunnhildur Gunnarsdóttir 17 stig, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 15, Lovísa Björt Henningsdóttir 10, Auður Íris Ólafsdóttir, Dagbjört Samúelsdóttir og Margrét Rósa Hálfdánardóttir 9, Sólrún Gísladóttir 0, Sylvía Rún Hálfdánardóttir 0, Inga Sif Sigfúsdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Ína Salóme Sturludóttir 0.