Fullt hús eftir lokaleik riðlakeppni Lengjubikarsins

Stelpurnar í Snæfell höfðu fyrir leikinn í dag gegn Hamar tryggt sér efsta sætið í A-riðils og gátu því verið afslappaðar í leiknum í dag.  Yfirburðir Snæfells voru töluverðir og lokatölur 85-51….
Hildur Sigurðardóttir fór mikinn í upphafi og skoraði átta af fyrstu 10 stigum liðsins sem náði 10-0 forystu.  Stelpurnar voru duglegar að hreyfa boltann og leiddu 20-3 áður en Hamarsstúlkur náðu að skora almennilega og staðan eftir fyrsta leikhluta 26-15.  Allir leikmenn Snæfells fengu flott tækifæri og áfram héldu Snæfell

Stelpurnar í Snæfell höfðu fyrir leikinn í dag gegn Hamar tryggt sér efsta sætið í A-riðils og gátu því verið afslappaðar í leiknum í dag.  Yfirburðir Snæfells voru töluverðir og lokatölur 85-51.

 

Hildur Sigurðardóttir fór mikinn í upphafi og skoraði átta af fyrstu 10 stigum liðsins sem náði 10-0 forystu.  Stelpurnar voru duglegar að hreyfa boltann og leiddu 20-3 áður en Hamarsstúlkur náðu að skora almennilega og staðan eftir fyrsta leikhluta 26-15.  Allir leikmenn Snæfells fengu flott tækifæri og áfram héldu Snæfell að bæta við forystuna, staðan 37-18 um miðjan annan leikhluta og í hálfleik 51-24.  Hildur Sig var kominn með 17 stig og 8 stoðsendingar í fyrri hálfleik og Alda Leif 12 stig.
Í þriðja leikhluta héldu Snæfellsstúlkur áfram að sýna flotta takta og leiddu 75-37 eftir þrjá leikhluta. Fjórði leikhluti var rólegur í skorinu og voru Marín og Íris öflugar fyrir gestina, lokatölur 85-51.

 

Stigaskor Snæfells: Hildur Sigurðardóttir 19 stig/10 stoð, Alda Leif Jónsdóttir 16 stig/6stoð/6 frá/4 stolnir, Hildur Björg Kjartansdóttir 13 stig/11 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 12 stig, Kieraah L. Marlow 10 stig, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 7 stig/9 fráköst, Rósa Kristín Indriðadóttir 3 stig, Aníta Rún Sæþórsdóttir 3 stig/6 fráköst/5 stoðsendingar/4 stolnir, Rebekka Rán Karlsdóttir 2 stig, Silja Katrín Davíðsdóttir 3 fráköst.

 

Stigaskor Hamars: Íris Ásgeirsdóttir 13 stig, Marín Laufey Davíðsdóttir 12 stig/9 fráköst/5 stoðsendingar, Bjarney Sif Ægisdóttir 6 stig, Jenný Harðardóttir 5 stig, Dagný Lísa Davíðsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir 4, Helga Vala Ingvarsdóttir 3 stig, Katrín Eik Össurardóttir og Bylgja Sif Jónsdóttir 2, Jóna Sigríður Ólafsdóttir, Rakel Lind Úlfheiðinsdóttir og Sóley Guðgeirsdóttir 0.