Sigur gegn Þór Þorlákshöfn í æfingarleik

Strákarnir sóttu Þór Þorlákshöfn heim á laugardag og sigruðu 76-82 þar sem Asim McQueen var stigahæstur með 24 stig en Darrel Flake var stigahæstur hjá heimamönnum með 14 stig. Það vantaði fyrirliðann Pálma Frey Sigurgeirsson í lið Hólmara sem var heima veikur en hann verður kominn á ferðina fljótlega. Þór Þorlákshöfn telfdu fram fullu liði en leikstjórnandi þeirra lék lítið þar sem hann fékk högg á fótinn.  Asim og Sveinn Arnar voru atkvæðamikilir í upphafi og leiddu Snæfell 2-13 eftir 4:36, heimamenn með Darrel Flake og Guðmund í stigaskorinu minnkuðu muninn og staðan 21-25 eftir fyrsta leikhluta……..

 

Í dag sunnudag 30. September leika strákarnir æfingaleik gegn Njarðvík klukkan 16:00 í Njarðvík á undan dömunum sem leika um Meistara Meistaranna gegn Njarðvík klukkan 1915.

Strákarnir sóttu Þór Þorlákshöfn heim á laugardag og sigruðu 76-82 þar sem Asim McQueen var stigahæstur með 24 stig en Darrel Flake var stigahæstur hjá heimamönnum með 14 stig. Það vantaði fyrirliðann Pálma Frey Sigurgeirsson í lið Hólmara sem var heima veikur en hann verður kominn á ferðina fljótlega. 

 

Þór Þorlákshöfn telfdu fram fullu liði en leikstjórnandi þeirra lék lítið þar sem hann fékk högg á fótinn.  Asim og Sveinn Arnar voru atkvæðamikilir í upphafi og leiddu Snæfell 2-13 eftir 4:36, heimamenn með Darrel Flake og Guðmund í stigaskorinu minnkuðu muninn og staðan 21-25 eftir fyrsta leikhluta.  Þórsarar jöfnuðu leikinn 28-28 eftir tvær mínútur í öðrum leikhluta en Snæfell komust í 28-36 og leiddu 37-46 í hálfleik.  Nonni Mæju var kominn með fjórar villur og lék lítið í fyrri hálfleik. 

 

Tvær fyrstu körfur síðari hálfleiks komu frá Snæfell og leiddu þeir 37-50 áður en Þórsarar svöruðu vel fyrir sig og breyttu stöðunni í 45-50.  Jay Threatt kom með flottar körfur og Snæfell hafði áfram frumkvæðið en Robert Diggs var í villuvandræðum og villaði útaf með fimm villur um miðjan þriðja leikhluta.  Snæfell leiddu eftir ævintýralegt skot Jay 55-66 eftir þrjá leikhluta. 

 

Grétar Erlends og Halldór Garðar (´97 módel) smelltu niður langskotum og Darri og Halldór fylgdu svo aftur því eftir með langskotum og jafnaði Halldór leikinn 71-71 með þrist, þar sem Snæfell voru ekki nægilega ákveðnir í sínum sóknaraðgerðum.  0-9 kafli lokaði leiknum fyrir Snæfell sem enduðu á að sigra 76-82 en ungu mennirnir fengu að spreyta sig síðustu tvær mínúturnar. Sigurinn góður, en betur má ef duga skal segir einhversstaðar. 

 

Í dag sunnudag 30. September leika strákarnir æfingaleik gegn Njarðvík klukkan 16:00 í Njarðvík á undan dömunum sem leika um Meistara Meistaranna gegn Njarðvík klukkan 1915.

 

Stigaskor Þór Þorlákshöfn: Darrell Flake 14 stig, Emil Karel Einarsson 12, Guðmundur Jónsson og Grétar Erlendsson 11, Robert Diggs og Darri Hilmarsson 7, Baldur Þór Ragnarsson 5 og Vilhjálmur Björnsson 2. Ben Smith 0, Davíð Ágústsson 0, Sveinn Gunnarsson 0.

 

Stigaskor Snæfells: Asim McQueen 24 stig, Jay Threatt 17, Sveinn Arnar Davíðsson 11, Stefán Karel Torfason 10, Jón Ólafur Jónsson 8, Ólafur Halldór Torfason 7, Hafþór Ingi Gunnarsson 4 og Magnús Ingi Hjálmarsson 1.  Óttar Sigurðsson 0 og Jóhann Kristófer Sævarsson 0.