Blaðamannafundur, Segullinn og Árskortin

Blaðamannafundur KKÍ vegna Domino´s deilda karla og kvenna fer fram í dag í Laugardalshöll.  Þar verður spá þjálfara, fyrirliða og forsvarsmanna tilkynnt og einnig nýr samstarfsaðili við deildina Domino´s. Einsog áður eigum við lið í báðum deildum og verður gaman að sjá hvar liðunum okkar verður spáð. Keppnistímabilið hefst svo á miðvikudag hjá stelpunum en þá leika þær útileik gegn Val, en fyrsti heimaleikur stúlknanna okkar er gegn Fjölni laugardaginn 6. október og hjá strákunum mánudaginn 8.október gegn ÍR.


 
Liðin munu á næstu dögum labba í hús og selja segul á ísskápinn þar sem allir leikir, bæði heima og úti í domino´s deildunum karla og kvenna kemur fram.  Körfuknattleiksdeildin mun í vetur bjóða uppá fjölskyldukort sem gildir á alla heimaleiki í Domino´sdeildinni á 50 þúsund. Ath: Kortið gildir ekki á bikarleiki og í úrslitakeppnina.
 
Áfram Snæfell