Létt sigling í blíðunni við Breiðafjörðinn

Bæði lið gerðust sek um örlítið mistækan leik í upphafi þegar KFÍ heimsótti Hólminn í Lengjubikarnum en Snæfell hitti þó betur. Menn voru að fínslípa sig í gegnu fyrsta hluta og hraðinn stundum meiri en sóknir liðanna réðu við. Snæfell stökk svo frá 11-10 stöðu í 29-10 með betri varnarleik og voru fyrri til að ná tökum á sínum leik. KFÍ héldu hins vegar áfram að missa boltann í slæmum sendingum og slökum skotum í hendur Snæfells og voru langt frá einbeitingu varnarlega. Staðan var 31-13 eftir fyrsta hluta fyrir heimamenn……

 

Bæði lið gerðust sek um örlítið mistækan leik í upphafi þegar KFÍ heimsótti Hólminn í Lengjubikarnum en Snæfell hitti þó betur. Menn voru að fínslípa sig í gegnu fyrsta hluta og hraðinn stundum meiri en sóknir liðanna réðu við. Snæfell stökk svo frá 11-10 stöðu í 29-10 með betri varnarleik og voru fyrri til að ná tökum á sínum leik. KFÍ héldu hins vegar áfram að missa boltann í slæmum sendingum og slökum skotum í hendur Snæfells og voru langt frá einbeitingu varnarlega. Staðan var 31-13 eftir fyrsta hluta fyrir heimamenn.

KFÍ skoraði fyrstu fimm stig annars hluta og virtust hafa fengið einhver góð orð frá Pétri Má um að koma sér í gírinn. Snæfellsmenn voru mjög oft eins og fransbrauð í höndunum og misstu ófáa bolta með að geta ekki gripið boltann en það háði þeim ekki í að leiða leikinn 39-20. KFÍ náðu með stórum skotum frá Óskari Kristjánssyni og tveimur frá Bradford Spencer að saxa aðeins á forskot Snæfellls 43-34.

Snæfellsmenn voru ekki í villuleiðangri framan af leiknum komnir með 3 villur gegn 10 gestanna undir lok fyrri hálfleiks. Ísfirðingar urðu beittari varnarlega og virtust vilja gera þetta loksins að leik 49-43. Snæfell bætti þó aðeins við undir lokin ogstaðan 52-43 í hálfleik. Stigahæstu menn voru hjá Snæfelli Jón Ólafur Jónsson með 14 stig og Jay Threatt með 11 stig. Hjá KFÍ voru Pance Illievski, Momcilo Latinovic, Bradford Spencer allir með 8 stig.

Pétur Már fékk dæmda á sig tæknivillu og smellti Jón Ólafur niður báðum vítum eftir að Asim McQueen hafði sett niður tvö víti og Jón smellti svo þremur stigum niður strax í næstu sókn og Snæfell komst aftur í 19 stiga mun 68-49. Magnað atvik átti sér stað þegar brotið var á Jay Threatt hjá Snæfelli áður en hann komst yfir miðju og kastaði hann boltanum í átt að körfunni í brotinu og smellti niður spjaldið ofan í en fékk ekki körfuna dæmda gilda og væri gaman að skoða hvort hann hefði átt að fá þessi stig. Staðan fyrir lokafjórðunginn 91-60 fyrir Snæfell sem áttu töluvert meira bensín.

Pálmi Freyr stirðnaði upp í baki við að dripla boltanum upp og lagðist flatur í gólfið og óvitað hvort upp hafi verið að taka sig gömul sár í baki eða hvað en slæmt virtist það vera. Fáar leiðir voru fyrir Ísfirðinga að koma til baka þegar Snæfell leiddi 102-72 um miðjan síðasta fjórðunginn. Liðin skoruðu á víxl og úrslitin nokkuð ráðin og lokastaðan varð 118-87 í öruggum sigri Snæfells en KFÍ menn fá að mæta aftur og reyna sig við Snæfellinga í Domino´s deildarleik á föstudaginn eftir viku í Hólminum.

Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 28/5 frák. Asim McQueen 20/9 frák. Jay Threatt 20/4 frák/6 stoðs/4 stolnir boltar. Hafþór Ingi Gunnarsson 18/5 frák/5 stoðs. Sveinn Arnar Davíðsson 10/3 stolnir boltar. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8/3 stoðs. Ólafur Torfason 6. Stefán Karel Torfason 5/3 frák. Óttar Sigurðsson 3. Magnús Ingi Hjálmarsson 0. Kristinn Einar Guðmundsson 0. Kristófer Sævarsson 0.

KFÍ: Pance Illievski 17/4 frák. Bradford Spencer 15/5 frák/9 stoðs. Momcilo Latinovic 15/5 frák. Óskar Kristjánsson 14. Leó Sigurðsson 8. Christopher Miller-William 6/5 frák. Mirko Stefán Virijevic 6. Guðmundur J. Guðmundsson 6. Gautur Arnar Guðjónsson 0. Jón Hrafn Baldvinsson 0/5 frák/4 stoðs/3 stolnirboltar.

 

Símon B. Hjaltalín