Púðurlaus sigurleikur

Snæfellsstúlkur gengu hratt í leikinn og komust í 9-0 áður en Njaðrvík svaraði og voru með yfirráðin í leiknum. Segja má að ef það var ekki Lele Hardy fyrir Njarðvík þá var það lítið annað nema þegar Eyrún Líf byrjaði annan hluta af krafti með þrist og staðan 25-19 fyrir Snæfell en staðan hafði verið 25-16 í eftir fyrsta hluta.

Snæfell komst í 42-24 í öðrum hluta og voru bara að bæta í þrátt fyrir að vera ekkert að spila neina hörkuvörn en Njarðvík fengu oft fín færi sem þær nýttu en Snæfell áttu betri sóknir heilt yfir. Staðan í hálfleik 48-31 fyrir Snæfell…..

Njarðvíkurstúlkur mættu í Hólminn án nokurra leikmanna sem hafa staðið sig vel það sem af er vetri. Aníta Carter, Ingibjörg Elva og Marín Hrund en skarð þeirra var fyllt með óreyndari leikmönnum. Snæfell hins vegar með 9 leikmenn innanborðs.

Snæfellsstúlkur gengu hratt í leikinn og komust í 9-0 áður en Njaðrvík svaraði og voru með yfirráðin í leiknum. Segja má að ef það var ekki Lele Hardy fyrir Njarðvík þá var það lítið annað nema þegar Eyrún Líf byrjaði annan hluta af krafti með þrist og staðan 25-19 fyrir Snæfell en staðan hafði verið 25-16 í eftir fyrsta hluta.

Snæfell komst í 42-24 í öðrum hluta og voru bara að bæta í þrátt fyrir að vera ekkert að spila neina hörkuvörn en Njarðvík fengu oft fín færi sem þær nýttu en Snæfell áttu betri sóknir heilt yfir. Staðan í hálfleik 48-31 fyrir Snæfell. Stigahæstar hjá Snæfelli voru Kieraah Marlow með 16 stig og Hildur Björg 10 stig. Hjá Njarðvík var Lele Hardy með 16 stig og Eyrún Líf með 5 stig.

Í þriðja hluta náði Njarðvík stöðunni niður í 10 stig 50-40 og Lele Hardy þá komin með 25 stig. Snæfell setti þá í annan gír og komust strax með 10 stiga áhlaupi í 60-40  og héldu út 20 stiga mun þangað til flautað var út  og staðan þá 65-45 fyrir Snæfell og ekki mikil vandræði í leik þeirra þó þær hefðu getað gert betur oft á tíðum en þær spiluðu langt í frá á fullum hraða og leikurinn heilt yfir púðurlaus.

Bitlaus bolti var í fjórða hluta þar sem leikurinn var svo til búinn og liðin skiptust á skori með litlum tilþrifum eða meira Lele Hardy og Snæfell skiptust á að skora en stúlkan sú varð ekki fyrir vonbrigðum í ”draumaliðsleiknum” með 32 stig af þessum 57 Njarðvíkur en lítil leikgleði var hjá Njarðvík. Áreynslulaust sigraði svo Snæfell leikinn 84-57.

Snæfell: Kieraah Marlow 26/4 frák/4 stoðs. Hildur Björg Kjartansdóttir 20/9 frák. Hildur Sigurðardóttir 13/11 frák/6 stoðs. Rósa Indriðadóttir 12/3 frák. Alda Leif Jónsdóttir 7/10 frák. Berglind Gunnarsdóttir 4/3 frák. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2/7 frák. Aníta Rún Sæþórsdóttir 0. Rebekka Rán Karlsdóttir 0.

Njarðvík: Lele Hardy 32/15 frák/. Salbjörg Sævarsdóttir 6/8 frák. Eyrún Lís Sigurðardóttir 5. Ásdís Vala Freysdóttir 5. Guðlaug Björt Júlíusdóttir 4. Ína María Einarsdóttir 3. Sara Dögg Margeirsdóttir 2. Eygló, Ásta, Emelía, Elísabet og Erna skoruðu ekki.

Símon B. Hjaltalín.