Taka tvö: Snæfell lagði KFÍ aftur.

Ísfirðingar voru mættir í Hólminn á fimmtudaginn til að sleppa við ófærð og frestun en þá dundi yfir aftakaveður fyrir sunnan og dómarar komust hvergi. Eftir að frestun á föstudeginum var leikurinn leikinn í dag laugardag, allir í stuði. Gæðadrengurinn og Hólmarinn Kristján Pétur var kominn í lið KFÍ að nýju eftir meiðsli en Pálmi Freyr hjá Snæfelli var frá vegna meiðsla en verður kominn fyrr en varir á parketið.
Byrjunarlið Snæfells voru Jón Ólafur, Hafþór Ingi, AsimMcQueen, Jay Threatt og Sveinn Arnar. Hjá KFÍ voru Pance Ilievski, BJ Spencer, Chris Miller, Mirko Stefán og Jón Hrafn sem byrjuðu.

Leikurinn byrjaði með jafnræði og liðin voru rétt að hita sig upp en eftir að Snæfell komst yfir 7-6, þá kom…..

Ísfirðingar voru mættir í Hólminn á fimmtudaginn til að sleppa við ófærð og frestun en þá dundi yfir aftakaveður fyrir sunnan og dómarar komust hvergi. Eftir að frestun á föstudeginum var leikurinn leikinn í dag laugardag, allir í stuði. Gæðadrengurinn og Hólmarinn Kristján Pétur var kominn í lið KFÍ að nýju eftir meiðsli en Pálmi Freyr hjá Snæfelli var frá vegna meiðsla en verður kominn fyrr en varir á parketið.

Byrjunarlið Snæfells voru Jón Ólafur, Hafþór Ingi, AsimMcQueen, Jay Threatt og Sveinn Arnar. Hjá KFÍ voru Pance Ilievski, BJ Spencer, Chris Miller, Mirko Stefán og Jón Hrafn sem byrjuðu.
 

Leikurinn byrjaði með jafnræði og liðin voru rétt að hita sig upp en eftir að Snæfell komst yfir 7-6, þá kom sterk vörnin og flæði í sóknum varð gott. Snæfell komst í 15-9 og þegar Hafþór Gunnars tók sig til, smellti þrist og svo tveimur stigum í næstu sókn varð staðan 20-10. Strákur var þó ekki hættur þar og stal boltanum strax í næstu sókn og Momcilo braut óíþróttamannslega í sniðskotinu en Hafþór setti bæði vítin niður þar. Staðan eftir fyrsta hluta var 26-15 fyrir Snæfell sem hafði tök á leiknum.

KFÍ voru stífir í vörninni og alls ekki sannfærandi en sóknir voru betri þó skotin geiguðu oftar en ekki og brugðu á það ráð að taka leikhlé þegar staðan var 32-17 fyrir Snæfell og heimamenn að bæta hægt og sígandi í. Minna um vörn og meira varð um hlaup þegar leið á annan hluta en það kom ekki í veg fyrir að Snæfell héldi forskotinu. 43-27. Kristján Pétur var kominn inná og átti greinilega að finna gömlu góðu fjölina út við þriggja stiga línu og var einkar drjúgur fyrir lið sitt í sínum fyrsta leik í vetur og mikilvægt fyrir KFÍ að fá hann til baka en hann smellti niður fjórum stykkjum af þristum í leiknum.

KFÍ fundu glufu og gengu á lagið á meðan Snæfell slakaði á klónni í vörninni og Ísfirðingar söxuðu vel á áður en flautað var í hálfleik 45-36. Stigahæstir voru Jón Ólafur og Asim hjá Snæfelli með 11 stig hvor og Hafþór Ingi með 9 stig. Í liði KFÍ var Mirko Stefán kominn með 11 stig og Momcilo Latinovic 7 stig.

Snæfell náðu strax 6-0 áhlaupi og komnir í 51-36 þegar KFÍ tók kaffíhlé. Það lagaði eittvhað og þeir komu sér inn í leikinn aftur. Hafþór Ingi kom þá með enn eina sprengjuna fyrir Snæfell, setti tvo þrista í röð, stal svo bolta sem gaf tvö stig í næstu sókn og fór svo hraðaupphlaup í sókninni þar að eftir skoraði og fékk víti sem hann setti niður og staðan varð fljótt 69-49 fyrir Snæfell. Latinovic var farinn að hitna hjá KFÍ og hélt sínum mönnum við skorið. Títtnefndur Hafþór var þó iðinn við kolann í vörn og sókn fyrir Snæfell og sá til þess að staðan eftir þriðja hluta væri 82-61.

KFÍ sóttu í sig veðrið í upphafi fjórða hluta og sóknir runnu út í sandinn hjá Snæfelli. Asim McQueen fór útaf með 5 villur þegar tæpar 4 mínútur voru eftir en staðan var komin í 96-87 fyrir Snæfell þegar um 2:30 voru eftir og þar höfðu B. Spencer og Latinovic verið iðnir ásamt öllu liðinu sem gaf í og voru komnir nær því að gera þetta að alvöru leik undir lokin. Snæfell hélt þó haus undir lokin og náðu að setja nokkur mikilvæg stig undir lokin sem gáfu tóninn að sigri 108-95.

Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 26/17 frák. Hafþór Ingi Gunnarsson 23/4 frák/4 stoðs/2 stolnir. Jay Threatt 19/15 stoðs. Asim McQueen 15/12 frák. Sveinn Arnar Davíðsson 10. Ólafur Torfason 9/5 frák. Stefán Torfason 6.  Tinni Guðmundsson 0. Kristófer Sævarsson 0. Óttar Sigurðsson 0. Magnús Ingi Hjálmarsson 0.

KFÍ: Momcilo Latinovic 28/6 frák. Bradford Spencer 20. Mirko Stefán Virijevic 17/9 frák. Kristján Pétur Andrésson 16. Chris Miller 6. Leó Sigurðsson 3. Jón Hrafn Baldvinsson 3/5 frák. Guðmundur Guðmundsson 2. Pance Ilievski 0. Hákon Halldórsson 0. Óskar Kristjánsson 0.

Símon B. Hjaltalín.