Góður sigur Snæfells á Fjölni

Snæfell heldur uppteknum hætti með sigri á Fjölni í Grafarvoginum í kvöld.  Snæfell hefur nú sigrað 5 af fyrstu sex leikjum deildarinnar og líta vægast sagt vel út.  Fjölnir siglir lignan sjó um miðja deild með þrjá sigra og þrjú töp.  Það munaði þó ekki miklu á liðunum í kalfaskiptum leik kvöldsins.  Snæfell tók af skarið og náði með 17 stiga forskoti en Fjölnir svaraði um hæl, oftar en einu sinni.  Snæfell var þó sterkara liðið á lokakaflanum með flottum leik frá Ólafi Torfasyni og Jóni Ólafi Jónssyni sem settu hvern þristinn á fætur öðrum og tryggðu 7 stiga sigur Snæfells, 95-102……

 

[mynd]

Snæfell heldur uppteknum hætti með sigri á Fjölni í Grafarvoginum í kvöld.  Snæfell hefur nú sigrað 5 af fyrstu sex leikjum deildarinnar og líta vægast sagt vel út.  Fjölnir siglir lignan sjó um miðja deild með þrjá sigra og þrjú töp.  Það munaði þó ekki miklu á liðunum í kalfaskiptum leik kvöldsins.  Snæfell tók af skarið og náði með 17 stiga forskoti en Fjölnir svaraði um hæl, oftar en einu sinni.  Snæfell var þó sterkara liðið á lokakaflanum með flottum leik frá Ólafi Torfasyni og Jóni Ólafi Jónssyni sem settu hvern þristinn á fætur öðrum og tryggðu 7 stiga sigur Snæfells, 95-102.

 

Stigahæstur í liði Snæfells var Jón Ólafur Jónsson með 32 stig og 5 fráköst en næstu menn voru Asim McQueen með 25 stig og 13 fráköst  og Jay Threatt með 17 stig og 8 fráköst.  Hafþór Ingi Gunnarsson átti einnig glimrandi góðan leik með 10 stoðsendingar.  Í liði Fjölnis var Sylvester Spicer stigahæstur með 27 stig og 7 fráköst en næstu menn voru Jón Sverrisson með 20 stig og 8 fráköst og Arnþór Guðmundsson með 19 stig og 5 stolna bolta.  Tómas Tómasson átti einnig virkilega góðan leik hjá Fjölni með 14 stig og 12 stoðsendingar. 

 

Snæfell byrjaði leikinn vel, þeir létu háan varnarleik heimamanna ekki trufla sig go nýttu sér vel yfirburði Asim McQueen í teignum, en hann hafði skorað 6 af fyrstu 13 stigum Snæfells þegar þrjár mínútur voru liðnar, 6-13.  Fjölnismenn voru duglegir að sækja á körfuna og uppskáru nokkrar villur með hröðum leik.  Þeir voru aftur búnir að minnka muninn niuður í 2 stig um mínútu síðar eftir glæsilega troðslu frá Sylvester , 13-15.  Það virtist þó alltaf vera auðveldara fyrir Snæfell að koma boltanum í körfuna og voru þeir búnir að ná forskotinu aftur upp í 8 stig þegar tvær mínútur voru eftir, 17-25.  Þessu forskoti héldu Snæfellingar til loka fyrsta leikhluta sem lauk 21-28. 

 

 Snæfell bætti smá saman í forskotið í öðrum leikhluta og þegar tvær mínútur voru liðnar var forskot þeirra komið í 11 stig, 23-34.  Varnarleikur Snæfells var að gera Fjölnismönnum erfitt fyrir sem gátu þó líka sjálfum sér um kennt þar sem þeir fóru illa með nokkur áleitleg færi í upphafi annars leikhluta.  Snæfell náði virkilega góðum kafla stuttu seinna og skoruðu 6 stig á innan við mínútu sem heimamönnum tókst ekki að svara, 23-40.   Hjalti Þór tók svo leikhlé fyrir Fjölnismenn stuttu seinna í stöðunni 25-43. 

 

Liðin skiptu með sér stigunum næstu mínúturnar en Fjölnir gekk illa að saxa á forskot Snæfells.  Þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks munaði 16 stig á liðunum, 33-49.  Fjölnir tók sitt annað leikhlé í leikhlutanum þegar ein og hálf mínúta var eftir og það munað 14 stigum á liðunum, 35-49.  Fjölnismenn skoruðu þá fimm stig gegn engu á þeim tíma sem eftir var fyrri hálfleiks og því munaði aðeins 9 stigum á liðunum þegar gengið var til klefa, 40-49. 

 

Stigahæstur í liði Snæfells í hálfleik var Asim McQueen með 17 stig en næstu menn voru Jón Ólafur Jónsson með 11 stig og Jay Threatt með 10 stig.  Hjá Fjölni var Arnþór Guðmundsson stigahæstur með 11 stig en næstu menn voru Sylvester Spicer og Jón Sverrisson með 8 stig hvor. 

 

Fjölnismenn tóku uppá því skemmtilega uppátæki að bjóða öllum börnum í salnum uppí dans.  Það voru því hátt í 50 börn sem sáu um að skemmta áhorfendum með dansinum „Gangnam Style“ sem flestir ættu að þekkja í dag.  Frábært framtak sem vakti vafalaust lukku bæði hjá ungum og eldri. 

 

Snæfell tókst ekki að vinna aftur upp forskotið í upphafi seinni hálfleiks og Fjölnir nýtti sér hver mistök gestana til að minnka forskotið.  Þegar rúmlega þrjár og hálf mínúta var liðin af þriðja leikhluta höfðu Fjölnismenn minnkað muninn niður í 4 stig, 53-57, og Ingi Þór tók leikhlé fyrir Snæfell.  Nonni mæju fékk þá sína þriðju villu en á þeim tímapunkti hafði Fjölnir aðeins fengið á sig fimm villur í öllum leiknum, á móti 9 villum Snæfellinga.  Snæfell svaraði því þó um hæl og var munurinn kominn aftur í 9 stig aðeins tveimur mínútum síðar, 55-64.  Fjölnir tók leikhlé stuttu seinna þegar forskot Snæfells var aftur komið upp í 11 stig, 57-68. Forskot Snæfells náði mest 12 stigum undir lok þriðja leikhluta en líkt og í lok annars leikhluta tókst Fjölni að skora síðustu fimm stig þess þriðja og minnka forskot gestana niður í 7 stig, 66-72. 

 

Sveinn Arnar Davíðsson fékk sína fimmtu villu strax í fyrstu sókn Fjölnis í fjórða leikhluta og var því settur á ís.  Heimamenn pressuðu þá hátt á Snæfell sem fékk fyrir vikið á sig fyrstu sex  stig leikhlutans, og þar af ótrúlega laglega Alley-oop troðslu frá Sylvester Spicer eftir sendingu frá Tómasi Tómassyni, 71-72.  Snæfell átti þó svör og settu næstu 5 stig, þar af þriðji þristurinn í leiknum frá Ólafi Torfasyni, 71-77.  Jón Ólafur Jónsson setti næsta þrist og á örstundu var Snæfell aftur komið með 9 stiga forskot, 71-80.  Fjölnir átti næsta kafla í leiknum þar sem þeir minnkuðu muninn aftur niður í eitt stig, 80-81, þegar leikhlutinn var rétt tæplega hálfnaður. 

 

Snæfell tók svo leikhlé stuttu seinna með þriggja stiga forskot, 80-83 og fjórar og hálf mínúta var eftir af leiknum.  Hafþór Iingi Gunnarsson fór meiddur af velli um mínútu síðar eftir rausnarlegt olnbogaskot frá Tómasi Tómasssyni sem virtist þó vera óviljaverk að öllu leiti.  Ólafur Torfason lét það ekki slá sig útaf laginu því hann setti sinn fjórða og fimmta þrist í leiknum stuttu seinna og það munaði því aftur 9 stigum á liðunum, 83-92.  Fjölnismenn tóku leikhlé þegar ein og hálf mínúta var eftir en forskot gestana stóð þá í 10 stigum og því ljóst að mikið þyrfti að breytast í leik Fjölnis til að vinna það forskot upp.  Snæfell stóð af sér síðasta áhlaup Fjölnis og vann á endanum 7 stiga sigur, 95-102. 

 

Umfjöllun: [email protected]

Myndir: Heiða

 

[mynd]