Sigur á Hamri í Lengjubikarnum

Sóknarlega voru liðin lengi í gang og voru sprækari varnarlega en Snæfell fékk slatta af skotum, sérstaklega þessum sex þristum sem þeir nýttu ekki og staðan var lengi 8-2 eða eftir 6 mín leik þá komst Snæfell fljótt í 14-5. Frekar kuldaleg byrjun á leiknum í Hólminum í kvöld en Snæfell bætti aðeins í og staðan 19-8 eftir fyrsta hluta.

Halldór Gunnar smellti tveimur þristum fyrir Hamar til að kveikja vonir og halda mönnum við efnið enda ekki nema um 10 stig sem skildu liðin af 25-15 en Hamar varð að einbeita sér betur. Á móti voru Snæfellsmenn ekkert að gera neinar rósir og virtust meira eyða hraðanum og orkunni í lítið á köflum en leiddu leikinn þrátt fyrir að eiga 70% inni……

Sóknarlega voru liðin lengi í gang og voru sprækari varnarlega en Snæfell fékk slatta af skotum, sérstaklega þessum sex þristum sem þeir nýttu ekki og staðan var lengi 8-2 eða eftir 6 mín leik þá komst Snæfell fljótt í 14-5. Frekar kuldaleg byrjun á leiknum í Hólminum í kvöld en Snæfell bætti aðeins í og staðan 19-8 eftir fyrsta hluta.

Halldór Gunnar smellti tveimur þristum fyrir Hamar til að kveikja vonir og halda mönnum við efnið enda ekki nema um 10 stig sem skildu liðin af 25-15 en Hamar varð að einbeita sér betur. Á móti voru Snæfellsmenn ekkert að gera neinar rósir og virtust meira eyða hraðanum og orkunni í lítið á köflum en leiddu leikinn þrátt fyrir að eiga 70% inni.

Snæfellingar héldu áfram að reyna við þrista þegar liðið var á annan hluta en 0/11 segir allt um nýtinguna en góðan tíma fengu þeir við skotin. Það var svo Ólafur Torfason sem kom þeim fyrsta ofaní 1 af 12 og Snæfell 40-28 yfir.

Staðan í hálfleik 44-28 fyrir Breiðafjarðardrengjum í Snæfelli sem áttu meira inni og þeirra stigahæstir Asim McQueen með 12 stig og Hafþór Gunnars með 10 stig. Hjá Hamri var Halldór Gunnar með 12 stig og þeirra heitastur en honum næstur var Jerry Lewis með 9 stig.

Snæfell beittu stífri pressu á Hamar og uppskáru gott forskot 61-38 og nýttu breiddina gegn Hamri meira en í fyrri hálfleik. Snæfell týndi fleiri stig á töfluna þó Hamarsmenn reyndu vel og var sem Snæfell nennti þessu meira í seinni hálfleik og voru yfir 79-46 eftir þriðja fjórðung en Hafþór Gunnarsson hafði farið hamförum í að stela boltum og skora sniðskotum.

Leikurinn gekk fram og til baka með gamanmálum og hnyttni en Hamarsmenn náðu að beita sér aðeins með Þorstein Má, Halldór og Örn fremsta í flokki en lykilmenn Snæfell fengu hvíldina og allir spámenn liðanna stóðu sig vel í leiknum sem er fyrir öllu. Snæfell vann sannfærandi sigur 97-75 og taka efsta sætið í B-riðli.

Snæfell: Hafþór Ingi Gunnarsson 24/4 frák/3 stoðs/5 stolnir. Stefán Karel Torfason 16/9 frák. Asim McQueen 13/8 frák. Jay Threatt 13/4 stoðs. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9/3 stoðs. Jón Ólafur 7/5 frák. Sveinn Arnar 6/3 frák/8 stoðs. Ólafur Torfason 5/5 frák. Tinni Guðmundsson 4. Magnús Ingi 0/3 frák. Óttar Sigurðsson 0. Kristófer Sævarsson 0.

Hamar: Örn Sigurðsson 18/12 frák. Þorsteinn Már Ragnarsson Halldór Gunnar 16. Jerry Lewis 9/7 frák. Hjalti Valur 6. Ragnar Nathanaelsson 5/10 frák. Eyþór Heimisson 2. Bjartmar Halldórsson 2. Bjarni Rúnar 0. Björgvin Snær 0. Mikael Rúnar 0.

Símon B. Hjaltalín. 

Mynd: Sumarliði Ásgeirsson