Snæfell í 8 liða úrslit

Hildur Björg opnar með 3 stiga eftir 15 sek. Bæði lið í maður á mann vörn. Heiðrún jafnar strax með 3 í næstu sókn. Hildur Björg með 2 auðveld en Eva María jafnar og fær eitt að auki og smellir því. Hildur Björg skorar aftur 2 stiga. Hildur Sig setur svo 3 stiga og kemur Snæfell í 10-6 og Helga kemur Snæ í 12-6. Kæ kemur svo Snæ í 14-6 en Britney grefur einn niður í bæ 14-9. Hildur Sig kemur Snæ í 16-9 og Kæ kemur Snæ í 18-9 og loks kemur Helga Snæ í 20-9 og Gústi drífur sig að taka leikhlé……

Snæfell-Fjölnir 16.Nóv.2012
Powerade-bikar kvenna 2012
Dómarar:Eggert Aðalsteinsson og Aðalsteinn Hrafnkelsson
 

 

Byrjunarlið Snæfells: Kæ, HildB, AldaL, HildS, HelgaH
Byrjunarlið Fjölnis: Brittney, Fanney, Heiðrún, Bergdís, Eva María

Hildur Björg opnar með 3 stiga eftir 15 sek. Bæði lið í maður á mann vörn. Heiðrún jafnar strax með 3 í næstu sókn. Hildur Björg með 2 auðveld en Eva María jafnar og fær eitt að auki og smellir því. Hildur Björg skorar aftur 2 stiga. Hildur Sig setur svo 3 stiga og kemur Snæfell í 10-6 og Helga kemur Snæ í 12-6. Kæ kemur svo Snæ í 14-6 en Britney grefur einn niður í bæ 14-9. Hildur Sig kemur Snæ í 16-9 og Kæ kemur Snæ í 18-9 og loks kemur Helga Snæ í 20-9 og Gústi drífur sig að taka leikhlé.

 

Britney lagar stöðuna í 20-11 en Alda smellir einum djúpum tvisti og kemur þeim í 22-11. Britney smellir einum frá Laufásveginum og breytir í 22-14 og annari  3 stiga í næstu sókn 22-17 og eitthvað hik í leik Snæfells. Kæ með eitt af línunni og Snæ nær stoppi í vörn og bruna í sókn og Hildur Sig skorar með sniðskoti 25-17 og klára 1.leikhluta.

 

Hugrún Eva skorar fyrstu stig 2 leikhlutans, 25-19. Meiri varnarleikur hjá báðum liðum og Alda komin með 2 villur og Berglind skorar fyrir Fjölni 25-21 en Rósa skorar fyrir Snæ 27-21. Bergdís hendir einum ofaní og fær víti að auki og setur það og staðan orðin 27-24. Kæ fær svo sóknarvillu í næstu sókn og þá lifnuðu áhorfendur Snæfells við en Britney hendir einum djúpum tvist 27-26 en eftir stirða næstu sókn nær Hildur B sóknarfrákasti og skorar 29-26.

 

Hildur Sig svo með 2 af línunni 31-26 en Bergdís skorar 31-28 en Hildur Björg hendir einni ofaní 33-28. Alda hendir í eina 2 stiga 35-28 þegar 3.mín eru eftir og tekið er leikhlé og greinilegt að Mæjan er komin í húsið vegna látana í stúkunni. Kæ skellir einum 2 stiga 37-28 og Alda mættir með sina 2 stiga 39-28. Kæ fær sína 2ðra villu þegar 1mín er eftir. Alda hendir í eina 41-28 en Hrund skorar í næstu 41-30 en Helga segir bíddu bíddu og skellir í 43-30 sem eru hálfleikstölur.

 

Í hálfleik eru Hildur B komin með 11 stig 2 frá og 2 stoð,Hildur Sig með 9 stig og Alda með 8 stig, 5 fráköst og 5 stoð. Hjá Fjölni er þær Britney með 13 stig, 2 fráköst og 4 stoð og Bergdís með 10 stig.

3.leikhluti.
Mæjan byrjuð í stúkunni og Hildur Sig þakkaði fyrir það og smellti einni 3 stiga en Britney henti einu layopi 46-32. Alda kom svo Snæ í 48-32. Hildur Björg fékk sína 3 villu þegar 3 mín voru liðnar og Fanney dúndraði 2 vítum ofaní 48-34. Britney kom svo með tvist 48-36. Kæ fékk sína 3 villu fyrir litlar sakir vildu pallarnir meina en Fanney fékk sína 3 villu í næstu sókn áður en Hildur Bj dúndraði „einumniðuríbæ! 51-36. Helga bætti 2 stigum með nettu sniðskoti og kom Snæ í 53-36. Fjölnir henti boltanum frá sér og Kæ seti layop niður í næstu 55-36. Britney glataði báðum vítum enda stúkan með Mæjuna brjálaða en Kæ fékk sína 4 villu þegar 3.40 voru eftir af 3.leikhluta.

 

Rósa setur eitt víti ofaní og seinna líka en stígur með stóru tána á línuna svo engin karfa. Britney ákveður síðan að drífa sig að setja einn djúpan þrist 56-40 og svo einn tvist 56-42. Hildur Sig setur bæði vítin ofaní og Alda stelur bolta númer 50.00!!! Rósa setur 2 af línunni. Hrund skorar svo fyrir Fjölni eftir sóknarfrákast. Alda stelur svo bolta númer 50.001 og fer í layop en brotið er á og dæmt er óíþróttamannsleg-villa þegar 07,0sek eru eftir. Snæfell nær ekki að setja lokaskotið í og staðan eftir 3.leikhluta 62-44 fyrir Snæfell.

 

4.leikhluti.
Ellen Högna byrjar með 1 stig af línunni og Rósa nær sóknarfrákast og setur 65-44. Alda stelur sínum 50.002 bolta en Fjölnir nær ekki að finna körfuna fyrr en Hrund skorar 65-46. Baldur aðstoðarþjálfari er farin að ókyrrast þegar Hildur klikkar úr fyrra vítinu en setur það seinna 65-47. Aníta Þorbergs mætir inn í leikinn og lemur einn ofaní 68-46. Britney setur 2 stiga skot 68-48 en Kæ sem var nýkominn inn á setur auðvelt sniðskot 70-48. Bergdís setur 2 stiga 70-50. Aníta og Kæ sjá um sóknarfráköstinn en ofan í vildi boltinn ekki. Aníta nær aftur sóknarfrákasti og Þorbergur „gamli“ ánægður á hliðarlínunni og hendir einum „high Five“ á Rabba „hinum unga“.

 

Bergdís hendir í layop í næstu Fjölnis-sókn og staðan 70-52 þegar 3.54 mín eru eftir. Rósa skammar eitt víti ofaní og í næstu vörn blokkar Alda og Mæjan tryllist. En Britney þaggar niður í henni með 3 stiga körfu 72-55. Alda stelur bolta númer 50.003 og Rósa stelur svo öðrum og kemur Snæfell í 73-55. Rebekka Rán nær sóknarfrákast og fær gott klapp úr stúkunni enda er knátan 1.59 á hæð. Helga hendir í 73-55 áður en Sigrún setur það í 75-57. Rósa setur eitt víti og þannig klárast leikurinn. 76-57 fyrir Snæfell.

 

Snæfell:
Hildur Sig var með 17 stig, 3 fráköst og 7 stoð.
Hildur Björg með 14 stig  4 fráköst og 3 stoð,
Alda Leif með 12 stig, 8 fráköst, 6 stoð og 3 stolna.
Kæ var með 11 stig og 14 fráköst
Helga var með 10 stig og 10 fráköst

 

Fjölnir:
Britney Jones 28 stig, 7 fráköst og 6 stoð
Bergdís með 12 stig og 4 fráköst
Hrund með 6 stig og 7 fráköst

Umföllun: Hafþór I. Gunnarsson
Mynd: Immus