Snæfell áfram í Poweradebikarnum

Stórkostlegur fjórði leikhluti lagði gruninn að örggum sigri Snæfells á Tindstól 67-82. Tindastóll skoraði aðeins níu stig í fjórða leikhluta á meðan Snæfell skoraði 24 en jafnt var þegar fjórði leikhluti hófst 58-58. Snæfell er þar með komnir áfram í Poweradebikarnum og verður spennandi að sjá hverja við drögumst á móti í 16 liða úrslitum.

Tindastóll-Snæfell 67-82 (16-21, 20-13, 22-24, 9-24)
Tindastóll: Þröstur Leó Jóhannsson 26/4 fráköst, George Valentine 21/10 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 8, Helgi Rafn Viggósson 6/5 fráköst, Svavar Atli Birgisson 4, Hreinn Gunnar Birgisson 2, Friðrik Hreinsson 0, Helgi Freyr Margeirsson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Sigtryggur Arnar Björnsson 0, Pétur Rúnar Birgisson 0, Drew Gibson 0/4 fráköst/8 stoðsendingar.

Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 17/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14/6 fráköst, Asim McQueen 14/12 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 11/6 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 7, Jay Threatt 7/8 fráköst/7 stoðsendingar, Hafþór Ingi Gunnarsson 5/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 4, Ólafur Torfason 3, Kristinn Einar Guðmundsson 0, Óttar Sigurðsson 0, Jóhann Kristófer Sævarsson 0.