Snæfell slapp með sigur í Ljónagryfjunni

Njarðvíkingar gerðu heiðarlega tilraun til þess að stela sigrinum af Snæfell þegar liðin mættust í Domino´s deild kvenna í dag en Hólmarar stóðust áhlaupið og rétt sluppu með sigur úr Ljónagryfjunni. Lokatölur 68-70 þar sem Lele Hardy brenndi af sniðskoti sem hefði jafnað leikinn og sent hann í framlengingu.
Eftir sigurinn í dag er Snæfell í 2. sæti deildarinnar með 20 stig en Njarðvík í sjöunda og næstneðsta sæti með 6 stig…..

Snæfell slapp með sigur í Ljónagryfjunni

Njarðvíkingar gerðu heiðarlega tilraun til þess að stela sigrinum af Snæfell þegar liðin mættust í Domino´s deild kvenna í dag en Hólmarar stóðust áhlaupið og rétt sluppu með sigur úr Ljónagryfjunni. Lokatölur 68-70 þar sem Lele Hardy brenndi af sniðskoti sem hefði jafnað leikinn og sent hann í framlengingu.
Eftir sigurinn í dag er Snæfell í 2. sæti deildarinnar með 20 stig en Njarðvík í sjöunda og næstneðsta sæti með 6 stig.
 

Hólmarar leiddu 25-31 í hálfleik og voru áfram við stýrið í þriðja leikhluta þar sem Hildur Björg Kjartansdóttir fór oft ansi illa með Njarðvíkurvörnina. Heimakonur bitu þó hressilega frá sér á lokasprettinum og hefðu hæglega getað stolið sigrinum en slæm nýting í teignum og á vítalínunni á ögurstundu urðu þeim einfaldlega að falli í dag!
 

Hildur Björg Kjartansdóttir gerði 28 stig í dag og tók 6 fráköst í liði Snæfells. Næst henni kom Kieraah Marlow með 12 stig, 7 stoðsendingar og 4 fráköst. Lele Hardy var atkvæðamest í Njarðvíkurliðinu með 36 stig og 21 frákast! Enn ein tröllatvennan hjá þessum spilandi þjálfara Njarðvíkurliðsins en nýting hennar í teignum í dag var afleit, 6 af 23 teigskotum rötuðu rétta leið og ekki var þriggja stiga nýtingin betri, 3 af 14.
 

Tölfræði leiksins
Myndasafn úr leiknum
 

nonni@karfan.is