Snæfell sigraði KR og halda öðru sætinu

Snæfell byrjaði sterkt komust fljótt í 14-4 og KR var á hælunum varnarlega. Eftir að Finnur tók leikhlé þá fór margt að lagast og jafnvægi komst á leik KR og þær sóttu vel á. Snæfelli gekk þó illa að koma stórum skotum niður þrátt fyrir tilraunir og staðan varð 16-14 fyrir Snæfell. Það voru Snæfellsstúlkur sem leiddu naumt út úr fyrsta hluta 18-16 en varnarhjól KR voru farin að snúast nokkuð vel og splæstu þær í pressu líka……

Annað sætið tryggt yfir hátíðarnar.

 

Sigur í kvöld fyrir KR þýddi það að þær kæmust í annað sætið og hrifsuðu það af Snæfelli sem færi í það þriðja. Sigur hjá Snæfelli þýddi fjögra stiga forskot á KR. Fyrsti leikur liðanna í Dhl höllinni fór 93-67 fyrir KR.

 

Byrjunarliðin.

Snæfell: Kieraah Marlow, Hildur Björg, Hildur Sig, Helga Hjördís, Alda Leif.

KR: Guðrún Gróa, Björg Guðrún, Patechia Hartman, Sigrún Sjöfn, Hafrún Hálfdánardóttir.

 

Snæfell byrjaði sterkt komust fljótt í 14-4 og KR var á hælunum varnarlega. Eftir að Finnur tók leikhlé þá fór margt að lagast og jafnvægi komst á leik KR og þær sóttu vel á. Snæfelli gekk þó illa að koma stórum skotum niður þrátt fyrir tilraunir og staðan varð 16-14 fyrir Snæfell. Það voru Snæfellsstúlkur sem leiddu naumt út úr fyrsta hluta 18-16 en varnarhjól KR voru farin að snúast nokkuð vel og splæstu þær í pressu líka.

 

Pressan gekk vel hjá KR sem komust strax yfir í öðrum hluta 18-22 og ekkert féll Snæfelli í vil fyrr en Alda Leif átti þrist fyrir 21-22. KR stúlkur voru sestar í bílstjórasætið en Snæfell héldu sig nærri 23-26. Helga Hjördís jafnaði 28-28 með þrist og varnarleikur Snæfells var aðeins að lagast þegar Hildur Björg setti annan til og kom Snæfelli yfir 31-30. Það var þó fínn varnarleikur og minna sannfærandi sóknarleikur, ekki slæmur þó, sem einkenndi bæði lið undir lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 37-33 fyrir Snæfell.

 

Kieraah Marlow var komin með 14 stig og Helga Hjördís 8 stig fyrir Snæfell. Í liði KR var Patechia Hartman með 14 stig og Sigrún Sjöfn með 6 stig.

 

Leikurinn var stál í stál þegar staðan var 41-40 fyrir Snæfell og ekki mikið skorað á sjö mínútum í þriðja hluta og lítil tilþrif. KR komst yfir 41-43 og hrikalega hressandi leikur í gangi. Þegar Alda Leif fær að skjóta frítt þá smellur það 100% sem kom Snæfelli aftur yfir 46-44. Snæfell átti lokamínútur þriðja hluta og leiddu 50-46.

 

Snæfell leiddi 65-56 og voru að komast aðeins frá KR með stórskotum frá Helgu Hjördísi og Ellen Ölfu á meðan KR stúlkur voru að ströggla lítið eitt og voru með Hrafnhildi, Guðrúnu Gróu og Hafrúnu í 4 villum hver. Alda Leif kom Snæfelli í 68-58 með stórum þrist í nauðskoti á lokasekúndu sóknarklukku þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Alda Leif smellti síðustu stigunum niður í góðum þrist 72-61 og Snæfell náði fjögra stiga forskoti á KR og halda öðru sætinu fram yfir áramót í það minnsta.

 

Snæfell: Kieraah Marlow 18/ 8 frák. Helga Hjördís 18/7 frák. Alda Leif 15/11 frák/6 stoðs. Ellen Alfa 9. Hildur Björg 7/13 frák. Hildur Sig 5/6 frák/10 stoðs. Rósa Kristín 0/3 frák. Silja Katrín 0. Rebekka Rán 0. Aníta Rún 0.

 

KR: Patechia Hartman 25/11 frák/6 stoðs. Sigrún Sjöfn 11/9 frák. Guðrún Gróa 10/7 frák. Rannveig Ólfasdóttir 5. Björg Guðrún 4. Hrafnhildur Sif 2/4 frák. Hafrún Hálfdánardóttir 2. Anna María 2. Kristbjörg 0. Helga Hrund 0.

 

Tölfræði leiksins

 

Símon B Hjaltalín.