Landsliðsfólkið okkar í körfu

Nú er hlé í öllum keppnum á vegum KKÍ og þá notar sambandið tímann fyrir yngrilandsliðin til að stilla saman strengi sína og kalla saman hópa til æfinga.  Við hjá Snæfell eigum fulltrúa á þremur stöðum að þessu sinni.  Um er að ræða fyrstu æfingar hjá þessum hópum og hóparnir því stórir, við erum stolt að eiga fulltrúa í þessum hópum og vonum að þeir standi sig sem allra best í sínum verkefnum…..

 

Nú er hlé í öllum keppnum á vegum KKÍ og þá notar sambandið tímann fyrir yngrilandsliðin til að stilla saman strengi sína og kalla saman hópa til æfinga.  Við hjá Snæfell eigum fulltrúa á þremur stöðum að þessu sinni.  Um er að ræða fyrstu æfingar hjá þessum hópum og hóparnir því stórir, við erum stolt að eiga fulltrúa í þessum hópum og vonum að þeir standi sig sem allra best í sínum verkefnum.

 

Í U-15 drengja eigum við tvo stráka, þá Almar Hinriksson og Jón Pál Gunnarsson en þeir hafa staðið sig mjög vel með öllum þeim flokkum sem þeir leika með Snæfell, en þannig ná menn einmitt meiri árangri en þeir sem láta það duga að mæta og vera með.  Flottir strákar sem eiga eftir að láta kveða að sér í framtíðinni án nokkurs vafa.  Strákarnir eru í 30 manna hópi og eru margir flottir leikmenn í þessum árgangi ´98.  Verkefni strákanna er Copenhagen Invitational í Danmörku en það fer fram í júní 2013.  Liðið þjálfa Arnar Guðjónsson þjálfari og Gunnar Sverrisson aðstoðarþjálfari.

 

Í U-16 eigum við eina dömu en það er hún Silja Katrín Davíðsdóttir.  Hún hefur staðið sig mjög vel og leikið ávallt upp fyrir sig, en aldrei á síðustu tveimur til þremur árum á sínum aldri.  Hún er í leikmannahópi meistaraflokks kvenna og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni.  Silja Katrín er ein af 25 stelpum sem valdar voru í fyrsta hópinn hjá U-16.  Liðið er að undirbúa sig fyrir Norðurlandamót sem fram fer í Solna í Svíþjóð í maí 2013.  Liðið þjálfa Tómas Holton þjálfari og Lárus Jónsson aðstoðarþjálfari.

 

Ingi Þór Steinþórsson þjálfari meistaraflokkanna okkar er þjálfari U-18 ára landsliðsins, en hann hefur þjálfað þetta lið frá 15 ára aldri.  Liðið náði silfri í Danmörku 2010 og einnig silfri á Norðurlandamótinu 2011.  Ingi Þór valdi 20 manna hóp sem kemur saman til æfinga fyrir Norðurlandamót U-18.
Æfingar okkar fulltrúa eru eftirfarandi:

 

U15 drengja:
20. desember Schenker-höllin 09.30-11.30 og 13.00-15.00
21. desember Iða 09.00-11.00 og 13.00-15.00
22. desember Smárinn 10.00-12.00 og 15.00-17.00

U16 stúlkna:
27. desember Smárinn 10.00-12.00 og 14.00-16.00
28. desember Tímasetning kemur síðar
29. desember Álftanes 10.15-12.00 og 14.00-16.00

 

U18 drengja:
20. desember Ásgarður kl. 19.00-22.00
21. desember Grindavík kl. 14.00-16.00 og 17.00-19.00
22. desember Hertz-hellirinn kl. 10.00-12.00 og 13.00-15.00

Við óskum okkar fólki góðs gengis í þeirra verkefnum.

 

Unglingaráð Snæfells