Sex leikmenn skrifa undir áframhaldandi samning við Snæfell

Í dag héldu Hólmarar að bæta við í undirskriftir, en tvær dömur, þær Aníta Rún Sæþórsdóttir og Brynhildur Inga Níelsdóttir skrifuðu undir eins árs samning við Snæfell, báðar eru þær gjaldgengar í stúlknaflokk og unglingaflokk kvenna ásamt því að leika með meistaraflokki félagsins……

 

Sex leikmenn skrifa undir áframhaldandi samning við Snæfell

 

Í dag héldu Hólmarar að bæta við í undirskriftir, en tvær dömur, þær Aníta Rún Sæþórsdóttir og Brynhildur Inga Níelsdóttir skrifuðu undir eins árs samning við Snæfell, báðar eru þær gjaldgengar í stúlknaflokk og unglingaflokk kvenna ásamt því að leika með meistaraflokki félagsins.

[mynd]

Aníta Rún, Gunnar formaður og Brynhildur Inga

Þorbergur Helgi Sæþórsson og Kristinn Einar Guðmundsson skrifuðu einnig undir eins árs samning, en Þorbergur Helgi kom aftur til liðs við Snæfell eftir áramót frá Haukum þar sem hann hafði verið í Reykjavík í námi.  Kristinn Einar (Tinni) var með meistaraflokki í fyrsta skipti á síðasta keppnistímabili. Báðir leikmenn munu leika með unglingaflokki semog meistaraflokki.

 

[mynd]

Þorbergur Helgi, Gunnar formaður og Kristinn Einar

Hafþór Ingi Gunnarsson og Sveinn Arnar Davíðsson framlengdu samning sinn um eitt ár.  Hafþór Ingi sem á dögunum fór í speglun er allur að braggast og er á góðum batavegi.  Kappinn mætir því ferskur til leiks í haust. 
Sveinn Arnar sem er einn af betri varnarmönnum liðsins þéttir hópinn og þéttir bakvarðasveit Hólmara fyrir átök næsta vetrar. 

[mynd]

Hafþór Ingi í sumarfíling, Gunnar formaður og Sveinn Arnar

[mynd]

Toppstuðningsmennirnir Högni Bærings og Ísleifur Jóns voru að sjálfsögðu á staðnum helferskir

 

[mynd]

Stefán Karel og Rabbi Jóhanns voru glaðir með undirskriftarhópinn

 

[mynd]

Davíð stjórnarmaður og leikmenn mfl kvenna, Hildur Sig og Helena Helga fylgdust einbeitt með pennum kvöldsins staðfesta veru sína í Hólminum.

 

iþs/sbh