Chynna Brown í kvennalið Snæfells

Kieraah L. Marlow mun ekki leika með Snæfell á næstu leiktíð en hún hefur fengið tilboð frá liði hér á landi og einnig frá Þýskalandi og Finnlandi.

 

Í stað Kieraah eru Hólmarar búnir að ráða til sín Chynna Brown sem lék með Texas Tech háskólanum, sami skóli og Jordan Murphree lék með en hún lék með Snæfell eftir áramót 2011-2012 og stóð sig mjög vel.  Jordan lék í fyrra í finnsku deildinni og var valin þar best bakvörðurinn í deildinni, hún mun halda áfram að leika í Finnlandi…..

Kieraah L. Marlow mun ekki leika með Snæfell á næstu leiktíð en hún hefur fengið tilboð frá liði hér á landi og einnig frá Þýskalandi og Finnlandi.

Í stað Kieraah eru Hólmarar búnir að ráða til sín Chynna Brown sem lék með Texas Tech háskólanum, sami skóli og Jordan Murphree lék með en hún lék með Snæfell eftir áramót 2011-2012 og stóð sig mjög vel.  Jordan lék í fyrra í finnsku deildinni og var valin þar best bakvörðurinn í deildinni, hún mun halda áfram að leika í Finnlandi.

[mynd]

 

Chynna Brown sem er 173 cm á hæð var tímabilið 2011-2012 valinn besti sjötti maðurinn í Big 12 deildinni með 8.7 stig, 4.5 fráköst og 1.6 stoðsendingu og í ár var hún lykilleikmaður í Texas Tech háskólanum þar sem hún skoraði 13.4 stig í leik, tók 5.4 fráköst í leik og gaf 1.4 stoðsendingu.  Hún var með góða skotnýtingu og er fjölhæfður leikmaður sem spennandi verður að fylgjast með.  Snæfell mætir til leiks með töluvert breytt lið frá því í fyrra.

Von er á Chynnu í september þegar að pappírsvinnan er öll að baki og allt á tæru.

 

[mynd]

 

[mynd]