Öruggur sigur á Fjölnisstúlkum

Stelpurnar okkar í meistaraflokkinum léku sinn fyrsta leik í gærkvöldi á tímabilinu í Lengjubikarnum á útivelli í grafarvogi.

 

Stelpurnar okkar í meistaraflokkinum léku sinn fyrsta leik í gærkvöldi á tímabilinu í Lengjubikarnum á útivelli í grafarvogi.

 

Snæfell telfdu fram fimm nýjum stúlkum í leiknum og vantaði fimm leikmenn sem eru í æfingarhóp og eru að jafna sig á meiðslum.

 

 

Fjölnisstúlkur skoruðu fyrstu körfu leiksins en það var Hrund Jóhannesdóttir sem var atkvæðamest fyrir Fjölni sem hana gerði.  Aníta Rún Sæþórsdóttir jafnaði leikinn og Chynna og Guðrún Gróa skoruðu góðar körfur og Snæfell náðu forystu sem þær létu aldrei af hendi, staðan 10-20 eftir fyrsta leikhluta þar sem Guðrún Gróa og Eva Margrét skoruðu sex stig hvor. Í öðru leikhluta tók Hildur Sig skoraði hún 8 stig og Snæfell bættu við forystuna þrátt fyrir að vera í vandræðum með stóru stelpurnar hjá Fjölni. Staðan í hálfleik 26-45.

 

Í síðari hálfleik héldu Snæfellsstúlkur að skilja sig lengra frá Fjölnisstúlkum og líkt og í fyrri hálfleik fengu allir leikmenn fín tækifæri, staðan 40-68 eftir þrjá leikhluta. Í loka leikhlutanum juku stelpurnar forystuna enn meira og einsog áður sagði fengu allir leikmenn flott tækifæri á að spila.  Greinilegt var að sjá að þetta var fyrsti leikurinn og einnig greinilegt að erlendi leikmaður Snæfells á eftir að koma sér í betri takt við leik liðsins.

 

Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 25/7 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 18/15 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 12/7 fráköst, Chynna Unique Brown 11/6 fráköst/5 stoðsendingar, Aníta Sæþórsdóttir 6/4 varin skot, Edda Bára Árnadóttir 6, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 4, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Brynhildur Inga Níelsdóttir 0.

 

Fjölnir: Hrund Jóhannsdóttir 16/14 fráköst, Kristín Halla Eiríksdóttir 14/5 fráköst, Íris Gunnarsdóttir 8/6 stolnir, Dagbjört Helga Eiríksdóttir 6, Telma María Jónsdóttir 3, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 2, Erna María Sveinsdóttir 0, Brynja Pálína Sigurgeirsdóttir 0, Erla Sif Kristinsdóttir 0.

 

Tölfræði leiksins er hægt að sjá hér

Myndin er tekin af www.visir.is

 

[mynd]