Sigur eftir framlengingu

Smá um leikinn á móti ÍR

Karlalið Snæfells fór í Hertz-hellirinn í gær og náði í sigur á móti ÍR í Lengjubikarnum. Leikurinn fór hægt af stað og voru menn smá stund að ná hrollinum úr sér, enda Hellirinn oftast kaldur heim að sækja. Þegar hiti var kominn í kroppinn og menn farnir að kannast við körfurnar og mótherja sína fór leikurinn að verða skemmtilegri. Staðan í hálfleik var 47 – 36 fyrir ÍR, Stefán Karel og Jamarco voru atkvæðamestir hjá okkar mönnum og var Sveinbjörn Claessen sjóðandi hjá ÍR. 

Í síðari hálfeik kom allt annað Snæfellslið inn á völlinn, menn rifjuðu upp í hálfleik hvernig átti að spila vörn og voru allir að leggja sig fram.
Til að gera langa sögu stutta fór leikurinn í framlengingu en í framlengingunni var aldrei spurning hverjir myndu standa uppi sem sigurvegarar.

Þessi leikur var mjög greinilega fyrsti leikur liðsins og eiga nýju mennirnir og þeir gömlu eftir að stilla sig enn betur sama. Það er lítill tími til að dvelja við svona leik og sem betur fer er leikur aftur á sunnudaginn.

Staðan eftir 1. leikhluta 18-19
2. leikhluta 47-36
3. leikhluta 60-62
4. leikhluta 85-85 

Lokatölur urðu 95 – 103 fyrir Snæfell og ágætis sigur hjá okkar mönnum. 

Stigaskor:

Snæfell: Jamarco Warren 27, Stefán Karel 19, Nonni 17, Siggi 16, Stjáni P. 11, Svenni 8, aðrir minna.

ÍR:Sveinbjörn Claessen 36 þar af 7 þristar, Björgvin Ríkarðsson 15, Hjalti Friðriksson 15, Birgir Þór Sverrisson 12, aðrir minna.

 

Við minnum á leikinn á sunnudaginn sem er einnig í Lengjubikarnum þá mæta leikmenn Breiðabliks í hólminn.