Sigur í fyrsta heimaleik vetrarins

Snæfell og Breiðablik mættust í Stykkishólmi í Lengjubikarnum og voru gestirnir úr Kópavogi áræðnir í upphafi leiks á meðan allir voru að hitna og koma sér í gang…

 

Snæfell og Breiðablik mættust í Stykkishólmi í Lengjubikarnum og voru gestirnir úr Kópavogi áræðnir í upphafi leiks á meðan allir voru að hitna og koma sér í gang. Snæfell jafnaði í 8-8 og máttu Blikar sín lítil eftir það með stöðuna 25-11 eftir fyrsta hluta.

Breiðabliksmenn mættu átta í leikinn og áttu erfitt uppdráttar en staðan í hálfleik var 57-23 fyrir Snæfell þar sem framlag manna dreifðist vel. Hjá Breiðabliki fóru Sigurður Guðmundsson með 7 stig og Kjartan Kjartansson með 9 stig fyrir sínu liði.

 

Allt varð þetta hin mesta óspenna í upphafi þriðja hluta þegar Snæfell braut 40 stiga muninn 65-25 með Stefán Karel og Nonna Mæju í fararbroddi, en heldur mikill munur er á liðunum eins og körfuknattleiksáhugafólki ætti að vera kunnugt um. Staðan eftir þriðja hluta var 95-49 fyrir Snæfell sem sigraði leikinn á endanum 123-73.

 

Snæfell: Stefán Karel Torfason 23/16 frák. Jón Ólafur Jónsson 19/5 frák. Finnur Atli Magnússon 18/4 frák. Kristján Pétur Andrésson 16/9 frák. Hafþór Gunnarsson 13/7 frák/9 stoðs. Jamarco Warren 10/5 stoðs. Sigurður Þorvaldsson 6/7 frák. Þorbergur Sæþórsson 5. Sveinn Arnar Davíðsson 4/5 stoðs. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 4. Snjólfur Björnsson 4. Tinni Guðmundsson 1.   

 

Breiðablik: Sigurður Guðmundsson 20/9 stoðs. Kjartan Kjartansson 17. Snorri Vignisson 17/5 stoðs. Pálmi Jónsson 7/7 frák.. Halldór Halldórsson 7/6 frák. Ásgeir Nikulásson 4. Þröstur Kristinsson 1.

 

Símon B. Hjaltalín.

 

[mynd]