Snæfell með fullt hús eftir þrjá

Í kvöld áttust við Snæfell og ÍR í þriðja leik Snæfells í lengjubikarnum…

Í hörkuleik ÍR og Snæfells í Lengjubikar karla í Stykkishólmi var staðan 21-22 fyrir ÍR eftir fyrsta hluta. Björgvin Ríkharðsson var kominn með 10 stig fyrir ÍR og Stefán Karel Torfason 8 stig fyrir Snæfell og mikil rimma í uppsiglingu.

Leikurinn var jafn og skemmtilegur og í hálfleik var staðan 45-38 fyrir Snæfell. Hjá Snæfelli var Stefán Karel með 11 stig, Jón Ólafur 10 stig og Sigurður Þorvalds 8 stig. Í liði ÍR var Björgvin Ríkharðsson kominn með 12 stig og Sveinbjörn Claessen (Claissen) með 10 stig.

 

Snæfellsmenn áttu góð ”breik” og keyrðu upp sóknirnar með Jamarco fremstan á meðan ÍR hitti illa úr fínum færum og staðan 63-47 fyrir Snæfell fljótt í þriðja hluta. Staðan fyrir lokfjórðunginn var 73-53 fyrir Snæfell sem áttu á ansi fína spretti. Terry Leake og Björgvin voru sprækir ÍR megin en vantaði örlítið fleiri með. Snæfell héldu velli með Sigurð Þorvalds í stuði og sigruðu þriðja Lengjubikarleikinn sinn 97-72.

 

Snæfell: Sigurður Þorvaldsson 23/7 frák. Jamarco Warren 20/6 frák/6 stoðs. Stefán Karel 13/7 frák. Jón Ólafur 13/6 frák/4 stoðs. Kristján Pétur 10/5 frák. Sveinn Arnar 7/4 frák/5 stoðs. Finnur Atli 4/12 frák. Þorbergur Sæþórsson 3. Snjólfur Björnsson 2. Viktor Alexandersson 2. Hafþór Gunnarsson 0. Óttar Sigurðsson 0.   

 

ÍR: Terry Leake 26/8frák. Björgvin Ríkharðsson 21/6 frák. Sveinbjörn Claessen 10/6 frák/6 stoðs. Matthías Orri Sigurðasson 8. Hjalti Friðriksson 4. Vilhjálmur Theódór 2/4 frák. Birgir Sverrisson 1. Ragnar Bragason 0. Sæþór Kristjánsson 0. Jón Tryggvason 0.

 

Símon Hjaltalín.