Snæfell hafði betur í jöfnum leik.

Fyrri leikur kvöldsins (umfjöllun)

 Björg Guðrún hóf leik Snæfell og KR í Lengjubikarnum með góðum þrist úr horninu og Hildur Sigurðardóttir svaraði strax Snæfellsmegin. Þorbjörg Friðriksdóttir var hins vegar í stuði og hafði sett 7 stig þegar KR hafði forystu 7-12. Staðan eftir fyrsta hluta var 20-20 en Eva Margrét hafði jafnað fyrir Snæfell 18-18.

 

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og leið Björgu Einarsdóttur vel í sínum heimabæ og hélt að mestu uppi leik KR í öðrum hluta. Engir sprettir voru á liðunum og staðan í hálfleik 40-39 fyrir heimastúlkur í Snæfelli þar sem Hildur var komin með 11 stig, Chynna Brown 9 stig og Eva Margrét 7. Hjá KR var Björg með 12 stig, Bergþóra 9 stig og Þorbjörg 7 stig.

 

Mikið var um tapaða bolta á víxl og mikið afl fór í hlaup fram og til baka hjá liðunum í þriðja hluta en Snæfell var þó yfir 57-51 fyrir lokafjórðunginn. Snæfellsstúlkur áttu fína spretti í fjórða hluta sem gaf þeim tíu stiga forskot 63-53 þar sem Hildur lék á alls oddi. KR stúlkur komu tilbaka undir lokin og voru ansi nálægt 71-68 þegar 16 sekúndur voru eftir. Snæfell hélt haus undir lokin þrátt fyrir harðann aðgang KR, leikurinn 73-68 fyrir Snæfell.

 

Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 22/10 frák. Chynna Brown 21/8 frák/6 stoðs. Guðrún Gróa 11/17 frák. Eva Margrét 9/5 frák. Hugrún Eva 4/7 frák. Edda Bára 2. Rebekka Rán 2. Helga Hjördís 2. Aníta Rún 0. Silja Katrín 0. Brynhildur Inga 0.

 

KR: Bergþóra Tómasdóttir 23/6 frák. Björg Guðrúun 14. Sigrún Sjöfn 13/13 frák/8 stoðs. Þorbjörg Friðriksdóttir 11. Rannveig Ólafsdóttir 3. Sara Mjöll 2. Ragnhildur Arna 2. Anna María 0. Ína María 0.

 

Símon B Hjaltalín.