Sveifluleikur í Hólminum og naumur sigur KR

Seinni leikur kvöldsins (umfjöllun)

KR heimsóttu Snæfell einnig í karlaflokknum í Lengjubikarnum í kvöld þar sem bæði lið höfðu unnið þrjá leiki í riðlinum. KR sóttu fast á heimamenn í upphafi 2-7 en Snæfellingar voru tilbúnir og leikar jöfnuðust 15-15. Staðan 19-28 fyrir KR eftir fyrsta hluta sem tóku rispu í lokin og spiluðu hratt með Brynjar, Darra og Pavel í farabroddi. KR héldu uppteknum hætti í öðrum hluta spiluðu vel sókn og vörn og bættu í, 27-42, á meðan Snæfelli gekk illa að fóta sig í sínum leik en þó var ekki af varnarleik Sveins Arnars skafið sem sýndi þar mátt sinn.  Staðan í hálfleik var 36-44 fyrir KR þar sem Darri og Magni voru komnir með sín 10 stigin hvor. Hjá Snæfelli var Jón Ólafur kominn með 9 stig og Finnur Atli 7 stig.

 

Snæfell misstu KR enn og aftur meira frá sér en þau 8-10 stig sem höfðu munað á liðunum. Snæfell höfðu misst Stefán meiddan af velli. KR komust í 45-65. Staðan eftir þriðja hluta 53-67 fyrir KR sem höfðu tögl og haldir í leiknum og Snæfell að ströggla við að koma sér inn í hann aftur. Snæfell kom aldeilis tilbaka og minnkaði muninn í 63-72 með frískari leik og seigluðust svo nær 70-74 með góðum leik Jamarco, en Snjólfur og Kristjáns Pétur höfðu átt góða innkomu í fjórða hluta. KR létu ekki beygja sig alveg þó Snæfell næði að minnka í 85-86, rétt héldu haus og náðu sigri 85-87.

 

Snæfell: Zachary Jamarco Warren 26/9 frák/7stoðs. Jón Ólafur 12. Finnur Atli 11/5 frák. Sigurður Þorvaldsson 11/7 frák. Kristján Pétur 10/4 frák. Stefán Karel 4. Sveinn Arnar 4/6 frák/6 stoðs. Hafþór Ingi 3. Snjólfur Björnsson 2. Pálmi Freyr 2. Óttar Sigurðsson 0. Tinni Guðmundsson 0.

 

KR: Brynjar Þór 19. Ingvaldur Magni 18/6 stoðs. Pavel Ermolinskij 17/9 frák/10 stoðs. Helgi Már 15/6 frák/8 stoðs. Darri Hilmarsson 14. Þorgeir Blöndal 2. Martin Hermannsson 2. Hugi Hólm 0. Kormákur Artúrsson 0. Ólafur Már Ægisson 0.

 

Símon B. Hjaltalín.