Hópefli í Söndemarken gården

Hvað er að vera hluti af hóp…

 

Á föstudeginum var hópefli hjá liðunum í Söndemarken garðinum. Þar fóru liðin í hópeflisleiki og svo kom Karl Jónas Smárason, Hólmari, sálfræðingur og hélt fyrirlestur. Þar fjallaði hann um sálfræðilegu hliðina á því að vera í liði og einnig hvað einstaklingur þyrfti að skilja innan liðs til að virka t.d. „Hvað er að vera hluti af hóp“, „Hvert er mitt hlutverk í liðinu“  Einnig fór Karl Jónas yfir stuttlega hvernig maður eflir sjálfstraust sitt og hvaða hugsanir leikmenn ættu að temja sér í undirbúningi á leikdegi.  Veðrið lék við hópinn þennan föstudag og hópurinn naut dagsins vel.  

 

Karl Jónas Smárason er nýbúin að stofna fyrirtækið Mind in motion í Kaupmannahöfn, ásamt tveimur öðrum Íslendingum, þar sem lögð er áhersla á að líkami og hugur séu ein heild. Hér er linkur á fyrirtækið mindinmotion.dk.

 

Okkur fannst ánægjulegt að geta fengið gamlan Hólmara til að koma og hitta okkur og ræða við leikmennina okkar um mikilvægi sálfræðilegu hliðarinnar á íþróttinni.  Leikmennirnir eru á öllum aldri í hópunum okkar og því mikilvægt að allir skilji hvert þeirra hlutverk er þannig að allir hlekkir keðjunnar virki.

 

Hérna er frétt um Karl Jónas og félaga af vísir.is

http://www.visir.is/-likami-og-hugur-eru-ein-heild-/article/2013708099943

 

Fyrir hönd hópsins í heild viljum við þakka öllum sem að þessum viðburði komu kærlega fyrir þeirra vinnu.

 

Umf. Snæfell – Karfa