Æfingaleikur í Njarðvík…

Karlalið Snæfells spilaði æfingaleik við Njarðvíkinga í gærkvöldi…

Karlaliðið okkar lék á útivelli gegn Njarðvík en um var að ræða æfingaleik liðanna.  Hólmarar byrjuðu leikinn betur og komust í 0-5 og 6-12.  Njarðvík með Nigel Moore í fararbroddi komust yfir og leiddu 22-21 eftir fyrsta leikhluta.  Í öðrum leikhluta í stöðunni 28-29 skoruðu Njarðvíkingar 19-5 og höfðu undirtökin, staðan í hálfleik 49-39 Njarðvík í vil.  Stigahæstir í hálfleik voru Jamarco með 12 stig, Jón Ólafur 7 og Finnur Atli 6.  Hjá Njarðvík var Nigel með 11 stig, Elvar 10 og Logi 6.

 

Í þriðja leikhluta virtust Njarðvíkingar ætla að halda þessu 10-12 stiga forskoti sínu en góður kafli í lok þriðja leikhluta kom muninum niður í 68-62, Stefán Karel var að skora vel fyrir Snæfell semog Sveinn Arnar.  Í fjórða leikhluta raðaði Jamarco á sig villum og endaði útaf með 5 villur. Snæfellingar juku tempóið og Sigurður Ágúst skoraði grimmt fyrir hólmara sem jöfnuðu leikinn 77-77.  Lokamínúturnar voru æsispennandi, Elvar kom Njarðvík yfir með vítaskotum 81-77 en Pálmi Freyr smellti niður þrist og lítið eftir.  Njarðvíkingar fengu vítaskot sem bæði fóru forgörðum og Snæfell brunuðu upp en boltinn festist á körfuhringnum og dæmt uppkast, örin var á Njarðvík og fengu þeir boltann.  Snæfell brutu strax og Elvar setti bæði vítaskotin niður þegar 1.4 sekúndur voru eftir.  Lokaskot hólmara fór forgörðum og sigur Njarðvíkinga 83-80.

 

Stigaskor Snæfells: Sigurður Ágúst Þorvaldsson 16 stig, Stefán Karel Torfason 13, Jamarco Warren 12, Sveinn Arnar Davíðsson 9, Finnur Atli Magnússon 8, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Snjólfur Björnsson og Kristján Pétur Andrésson 3, Hafþór Ingi Gunnarsson 0, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0, Óttar Sigurðsson 0.

 

Stigaskor Njarðvíkinga: Elvar Friðriksson 24 stig, Nigel Moore 19, Logi Gunnarsson 11, Snorri Hrafnkelsson 10, Hjörtur Einarsson og Friðrik Stefánsson 6, Egill Jónasson 2, Ágúst Orrason 0.

 

Á morgun munu strákarnir svo spila sinn síðasta æfingaleik áður en tímabilið hefst. Leikurinn er í Stykkishólmi og byrjar kl. 13:00.

Það er sprækt lið Hattar frá Egilsstöðum sem mætir í heimsókn.

Sjáumst þar…Áfram Snæfell