Jamarco Warren leystur undan samningi

Stjórn körfuknattleiksdeildar Snæfells hefur rift samningi við Jamarco Warren leikstjórnandanum sem gekk til liðs við félagið í byrjun september og hefur leikið með liðinu á undirbúningstímabilinu.  Jamarco er þakkað hans störf en um eðalpilt er að ræða og munum við kveðja hann í góðu.  

 

Heimasíðan hafði samband við Inga Þór þjálfara og hafði hann þetta um málið að segja:

„Jamarco er hæfileikaríkur leikmaður en hann var ekki það sem liðið okkar þurfti fyrir átök vetrarins.  Við erum á fullu núna að reyna að ná inn manni fyrir næsta föstudag þegar við fáum Þór Þorlákshöfn í heimsókn.  Við eigum dálítið í land með að vera komnir á þann stað sem við viljum vera í okkar spilamennsku og næstu dagar eru okkur mikilvægir fyrir framhaldið.“

 

Jamarco skoraði 17.3 stig í leik, gaf 5.4 stoðsendingar og tók 5 fráköst í leik.