Unglingaflokkur kvenna byrjaði á sigri

Snæfell og Fjölnir tefla fram sameiginlegu liði í vetur…

 

Snæfell/Fjölnir verður sameiginlegt lið Snæfells og Fjölnis í unglingaflokki og stúlknflokki í ár. Íslandsmótið hjá unglingaflokki kvenna hófst á mánudaginn og fórum við í Snæfell í heimsókn í Kópavoginn og heimsóttum Breiðablik.

Byrjunarliðið var Eyrún Sigurðardóttir, Eva Margrét, Rebekka Rán, Brynhildur og Aníta. Svolítið Snæfellsvænt byrjunarlið en þar sem að stelpurnar höfðu bara tekið tvær æfingar saman og ekkert spilað þá talfdi ég þetta vera besta kostinn. Leikurinn byrjaði hálf brösulega þar sem að stelpurnar voru líka að kynnast hvor annarri og ég þeim. En þær voru fljótar að hrista af sér hrollinn og spiluðu á köflum mjög fínan körfubolta. Það var líka gaman að sjá að það voru allar að skila einhverju í púkkið sama hversu lítið það er þá skiptir það allt máli þegar konan syngur í lokinn. Sóknarleikurinn var ekki uppá marga fiska en það er hægt að slípa til og laga en einbeiting okkar fyrir þennan leik var varnaleikur sem að tókst mjög vel upp. Það komu hressar Fjölnisstelpur af bekknum og settu allt í varnarleikinn og voru tilbúnar að  gefa allt í það að dekka manninn sinn allan völl sem að ég var virkilega ánægður að sjá. Eva Margrét fór mikinn í sóknarleiknum hjá okkur og blikastelpur áttu í miklu barsli með hana. Þó svo að sóknarleikurinn hafi verið tilviljanakenndur þá vorum við að fá mikið af opnum skotum sem að voru ekki nógu mörg að detta fyrir okkur en þó alveg nóg þar sem að við unnum leikinn 46-53. 

Breiðablik er með ágætis lið í þessum aldursflokki svo að ég var mjög ánægður með þennan sigur og hvað þá í fyrsta leik þar sem að stelpurnar eru ennþá að slípa sig saman og það mun vera það sama uppá teningnum í næsta leik. 

 

Eva Margrét var atkvæðamest hjá Snæfell með 25 stig. Eyrún var svo með 9 stig og aðrar minna en samt sem áður voru það 8 stelpur sem að komust á blað í stigaskorun þannig að það er mjög jákvætt  uppá framhaldið.

 

Ég er mjög ánægður með þessa sameiningu því að það eru seigar stelpur sem að koma inn frá Fjölni og við með þéttan og skemmtilegan hóp frá Snæfell þetta verður bara skemmtilegur vetur býst ég við.

 

Sveinn Arnar Davíðsson Þjálfari.