Góður liðssigur á meistarakandítötunum

Snæfellsstúlkur sem töpuðu fyrsta leik sínum á útivelli í Grindavík eftir framlengdan leik tóku á móti liðinu sem var spáð íslandsmeistaratitlinum Valsstúlkum en þær sigruðu KR-inga í fyrstu umferð sannfærandi.

Snæfellsstúlkur sem töpuðu fyrsta leik sínum á útivelli í Grindavík eftir framlengdan leik tóku á móti liðinu sem var spáð íslandsmeistaratitlinum Valsstúlkum en þær sigruðu KR-inga í fyrstu umferð sannfærandi.

 

Það var hólmarinn Unnur Lára Ásgeirsdóttir sem skoraði fyrstu körfu leiksins en í stöðunni 8-8 skoruðu Snæfellsstúlkur 13-4 og tóku völdin á vellinum leiddu 21-12 og staðan eftir fyrsta leikhluta 22-15.  Góður kraftur var í heimsstúlkum en bæði voru þær sem byrjuðu leikinn og þær sem komu af bekknum að berjast vel.  Jaleesa Butler var með 8 stig í leikhlutanum en hjá Snæfell var framlagið að koma úr fleiri áttum.  Helga Hjördís Björgvinsdóttir kom mjög fersk inní leikinn og setti niður dýrmæta þriggjastiga körfur og Snæfell komust tíu stigum yfir 35-25.  Varamannabekkur heimastúlkna fengu á sig tæknivíti fyrir að biðja ýtrekað um skref og minnkuðu gestirnir bleiku muninn í 5 stig 35-30.  Áræðnin í liði Snæfells var meiri og tapaðir boltar hjá stúlkunum hans Ágústar voru dýrkeyptir og Snæfell leiddu í hálfleik 42-32.

 

Í hálfleik var Jaeleesa stigahæst hjá þeim bleiku með 10 stig/4fráköst en næst kom Kristrún með 8stig/4 fráköst.  Hjá Snæfell var stigaskorið mjög dreift en stigahæst var Guðrún Gróa með 9 stig/2 fráköst/3stoðsendingar, Helga Hjördís kom næst með 8 stig/6 fráköst og Chynna Brown var með 7 stig/7 fráköst.

 

Í upphafi þriðja leikhluta pressuðu Valsstúlkurnar og breyttu varnarleik sínum í svæðisvörn, þeim tókst að minnka muninn í 42-38 áður en Chynna Brown setti niður góð skot gegn svæðisvörninni.  Minnstur varð munurinn 46-45 eftir að Guðbjörg Sverris hafi sett niður þrist og Ingi Þór tók leikhlé.  Hugrún skoraði af harðfylgi og heimastúlkur héldu forystunni, Valsstúlkur voru með sex tapaða bolta í leikhlutanum og það nýttu hólmarar sér, Rebekka Rán Karlsdóttir skoraði virkilega fallega körfu í lok leikhlutans og Snæfell leiddu 56-48. 

Chynna Brown skoraði 10 stig í leikhlutanum og leiddi liðið áfram í stigaskorun.  Jaleseea Butler var með 14 stig og Unnur Lára Ásgeirs komin í 9 stig.

 

Valsstúlkur héldu áfram í svæðisvörn og reyndu að hægja á sóknarleik Snæfells, Hildur Sigurðardóttir og Chynna Brown settu niður tvær góðar þriggjastiga körfur og munurinn allt í einu orðin 64-50 þegar Ágúst þjálfari tekur leikhlé.  Jaleesa skoraði sex stig í röð og lagaði stöðuna.  Hildur Sigurðardóttir meiddist í baki og varð að fara af velli þegar um 4 mínútur voru til leiksloka en hún hafði stýrt liðinu af festu.  Valsstúlkur náðu ekki að koma muninum niður fyrir tíu stigin og Snæfell sigruðu 72-60.

 

Liðin eru því jöfn að stigum bæði með einn sigur og eitt tap.  Valsstúlkur leika næst gegn toppliði Keflavíkur næst, en Snæfell mætir Hamar í Hveragerði næstkomandi miðvikudag., María M,

 

Stigaskor Snæfells: Chynna Brown 26 stig/15 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir  9 stig /7 fráköst /5 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 8 stig /10 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8 stig/8 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 7 stig/ 5 fráköst/ 7 stoðsendingar, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 7 stig/ 4 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 5 stig/ 4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 2 stig, Aníta Rún Sæþórsdóttir 0, Edda Bára Árnadóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0.

 

Stigaskor Vals: Jaleesa Butler 20 stig/ 8 fráköst/ 3 stoðosendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10 stig/ 6 fráköst/ 2 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 10 stig/ 5 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 9 stig/ 6 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6 stig, Hallveig Jónsdóttir 2 stig, Rut Konráðsdóttir 2 stig, María Björnsdóttir 1 stig, Ragnheiður Benonísdóttir 0, Þórunn Bjarnadóttir 0, Elsa Rún Karlsdóttir 0, Margrét Ósk Einarsdóttir 0.