Góður sigur á FSu í Stykkishólmi

Unglingaflokkurinn er að spila hörku bolta þessa dagana, við hvetjum alla stuðningsmenn Snæfells og Skallagríms að sameinast og sýna strákunum stuðning. Frábærir strákar með framtíðina fyrir framan sig.

Strákarnir í unglingaflokki léku sinn annan leik á Íslandsmótinu á heimavelli í Stykkishólmi, mótherjarnir voru FSu.  Flottur sigur okkar manna 77-63 þar sem Stefán Karel Torfason var stigahæstur með 29 stig.

 

Sameiginlegt lið Snæfells/Skallagríms hafa byrjað vel á Íslandsmótinu en þeir leika í 2. Deild.  Fyrsti sigurinn var á Þór Þorlákshöfn en á laugardag mættu þeir FSu í leik sem fara átti fram í Borgarnesi en vegna tvíbókunar fór hann fram í Stykkishólmi.

 

Frábær byrjun hjá okkar mönnum lagði grunninn að góðum sigri en 14-2 byrjun var kröftug og héldu strákarnir áfram af krafti í fyrsta leikhluta og sigruðu hann 24-11.  Suðurlandsdrengirnir hresstust aðeins og náðu að svara fyrir sig í öðrum leikhlut og staðan í hálfleik 41-36.  Snæfell/Skallagrímur náðu að herða vörnina í þriðja leikhluta og ná aftur tíu stiga forskoti og staðan 60-47 eftir þrjá leikhluta, í fjórða leikhluta hélst munurinn sá sami þrátt fyrir góð áhlaup gestanna. Góður sigur 77-63.

 

Stigaskor Snæfells/Skallagríms: Stefán Karel Torfason 29 stig, Snjólfur Björnsson 15, Davíð Ásgeirsson 8, Hjalti Þorleifsson 7, Þorbergur Helgi Sæþórsson 6, Davíð Guðmundsson 4, Jóhann Kristófer Sævarsson, Kristinn Einar Guðmundsson og Viktor Marínó Alexandersson 2. Óttar Sigurðsson 0, Þorkell Einarsson 0.

 

Stigaskor FSu: Erlendur Ágúst 20 stig, Birkir Veigars 13, Svavar Stefáns 11, Geir Helga 7, Gísli Gauta 4, Haukur Hreins 3, Macieck Klima 2, Jörundur 0, Hilmir 0.