Sigur í 32-liða úrslitum Poweradebikarsins

Strákarnir ferðuðst á Laugarvatn í gær og spiluðu við Laugdæli.

Það var eins og búast mátti við frekar auðveldur leikur við 2. deildar lið Laugdæla í gær. Strákarnir báru virðingu fyrir mótherjanum og spiluðu af krafti. Við óskum Laugdælingum góðs gengi í 2. deildinni og þökkum þeim kærlega fyrir gestrisni sína. 

 

Leikurinn byrjaði rólega og voru menn að virða fyrir sér boltann, körfurnar og umhverfið það tók nokkrar mínútur en eftir 1. leikhlutann var staðan 8 – 26 fyrir okkar menn. Svipað var upp á teningnum í 2. leikhluta hann fór 8 – 30 og staðan því í hálfleik 16 – 56. Í þriðja leikhluta bitu Laugdælir aðeins frá sér og skoruðu 13 stig á móti 25 stigum Snæfells. Fjórði og síðasti leikhlutinn endaði svo 9 – 32, því urðu lokatölur 38 – 113 fyrir Snæfell. 

Við vonum að þetta hafi verið leikurinn sem strákarnir okkar þurftu, þeir voru að prófa nýja hluti og voru að reyna að skerpa á sínum leik. Eftir leik var svo farið í keilu þar sem liðinu var skipt í 3 lið og sást vel að Kristján Pétur hefur verið að vinna vel í kastinu sínu. 

 

Stigaskor Snæfells: Vance 22 stig/5 fráköst/7 stoðs/6 stolnir, Finnur 15 stig/5 blokk, Stefán 13 stig/9 fráköst, Siggi 12 stig/4 fráköst, Svenni 11 stig/8 fráköst/4 stoð/5 stolnir, Pálmi 8 stig/4 stoðs/2 stolnir, Snjólfur 8 stig/7 fráköst/5 stoðs/3 stolnir, Óttar 6 stig/2 stolnir, Nonni 4 stig/7 fráköst/5 stoðs/2 stolnir, Kristján 4 stig/2 stolnir, Þorbergur 4 stig/6 fráköst/3 stolnir, Kristófer 3 stig/2 stolnir.

 

Það verður dregið í 16-liða úrslitin snemma í næstu viku.

 

Næsti leikur hjá körlunum er 11. nóvember á móti Grindavík, en það er jafnframt sjónvarpsleikur! Þá er um að gera að fylla kofann og mynda almennilega stemmningu.