Einu stigi munaði á toppliðunum

Toppslagur í Hólminum í dag þar sem taplausar Keflavíkurstúlkur mættu í heimsókn. Snæfell sem voru í öðru sæti fyrir leikinn freistuðu þess að hala inn tveimur stigum á heimvelli.

Toppslagur í Hólminum í dag þar sem taplausar Keflavíkurstúlkur mættu í heimsókn. Snæfell sem voru í öðru sæti fyrir leikinn freistuðu þess að hala inn tveimur stigum á heimvelli.

 

Leikurinn hófst af alvöru strax en eitthvað vildi boltinn ekki niður hjá liðunum í upphafi og mjög slök hittni beggja liða og staðan 3-4 eftir nærri fjórar mínutur. Upphafið benti því til hörkuleikjar þessara liða í dag en Hildur Björg og Helga Hjördís settu niður mikilvæg skot og komu Snæfelli yfir 9-8. Jafnræði var með liðunum þó Snæfell væru 2-3 stigum á eftir mest af en staðan 15-20 eftir að Landry laumaði einu sniðskoti í lok fyrsta fjórðungs.

 

Snæfellsstúlkur breyttu yfir í svæði eftir að Keflavík virtust ganga á þær en Keflavík hélt forystunni áfram þó naum væri 28-31. Um tveggja mínútna, “hlaupa fram og tilbaka”, kafli kom hjá liðunum og voru liðin að flýta sér um of og sóknir tilviljunarkenndar og klaufalegar beggja megin. Staðan í hálfleik var 37-37 og allt á brautum.

 

Hjá Snæfelli voru nokkrar að setja´nn en Chynna Brown var þar efst með 10 stig og Hildur Sig, Hildur Björg og Guðrún Gróa með 7 stig hver. Keflavíkurmegin fór skorið mikið í gegnum Porsche Landry með 16 stig og Bryndísi Guðmundsdóttur sem var komin með 10 stig. Þó voru þrjár sem höfðu sett mikilvæga þrista fyrir þær í leiknum.

 

Bæði lið spreyttu sig á svæðisvörn í þriðja hluta með gaf þeim bæði og, og ekki mikið nema 50/50 leik áfram en Keflavík leiddi örlítið 50-52 og þeirra vörn heldur betri ef eitthvað var. Keflavík hafði skrefið sem þurfti til að leiða leikinn 52-57 eftir þriðja fjórðung.

 

Eva Margét reyndi að kveikja í Snæfelli með þrist 55-57 en nokkuð þurfti til að þær hefðu það að komast yfir eftir að tapa boltann illa með að stíga útaf, í skrefum og klikka á nokkrum auðveldum skotum. Á móti náðu Keflvíkingar að spila fína vörn, vera með meiri baráttu á boltann og setja mikilvæg skot niður til að halda forystu 59-64. Á síðustu mínútu leiksins gerðust Snæfellingar ágengar og nálguðust 65-67 með vítaskotum Hildar Sigurðar. Landry kom Keflavík í 65-69 og var erfið á boltanum. Chynna Brown minnkaði í 68-69 með þrist og tvær sekúndur eftir sem dugði Snæfelli ekki og Keflavík sigraði með einu stigi 68-69 og eru áfram ósigraðar í deildinni.

 

Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 20/8 frák/6 stoðs. Chynna Brown 15/10frák/4 stolnir. Hildur Björg 11/9 frák. Guðrún Gróa 8/7 frák/4 stoðs. Helga Hjördís 6/4 frák. Eva Margét 6/8 frák. Hugrún Eva 2. Edda Bára 0. Silja Katrín 0. Rebekka Rán 0. Aníta Rún 0.

 

Keflavík: Porsche Landry 26/5 frák/8 stoðs. Bryndís Guðundsdóttir 18/12 frák. Sara Rún 11/5 frák. Birna Valgarðsdóttir 6/6 frák. Aníta Eva 3. Bríet Sif 3. Sandra Lind 2. Lovísa Falsdóttir 0. Kristrún Björgvinsdóttir 0. Katrín Fríða 0. Telma Lind 0. Thelma Dís 0.

 

 

 

Hildur Björg var að vonum svekkt með eins stigs tap hjá Snæfelli:

“Það var erfitt að vera að elta og við náðum aldrei að brúa bilið en þetta hefði getað lent báðum megin og Landry fékk að vaða mikið um allt á meðan okkar skot voru ekki að detta á mikilvægum augnablikum. Við mætum með allt okkar í næsta leik gegn Grindavík hérna heima.”

 

Bryndís Guðmundsdóttir gaf sér smá tíma í innlit á skrifstofu Karfan.is í Hólminum rétt fyrir brottför heim og sagði að leikurinn hefði auðveldlega getað dottið báðum megin. “Við náðum góðri byrjun en þær ná einhvernveginn alltaf að skora á okkur og við náum ekki alveg að stoppa þær þegar líða fer á fyrri hálfleikinn og jafnt í hálfleik. Þetta var baráttuleikur algjörlega 50:50 og þær fengu alltof mörg tækifæri í sóknum sínum og tóku nánast 2 fráköst í hverri sókn og það er eitthvað sem við þurfum að laga og það hefur verið veikleiki okkar að stíga út.” 

 

Aðspurð um framhaldið á toppnum:
„Þetta verður erfiðara og erfiðara, leikirnir verða með meiri baráttu og erfiðara að koma í hvern og einn leik þar sem það vilja allir vinna og leggja meira á sig á móti Keflavík.“