Gleðitíðindi úr herbúðum Snæfells

Kíktu á fréttina (myndin tengist innihaldi fréttarinnar)…

Berglind Gunnarsdóttir spilar sinn fyrsta leik í kvöld. Hún hefur verið að ná sér eftir erfið axlarmeiðsli og hefur bati hennar verið ótrúlegur á síðustu mánuðum. Þetta eru fréttir frábærar fyrir liðið. Í viðtali við Inga Þór þjálfara segist hann ekki hafa átt von á því að fá hana inn fyrir jól. Hann er virkilega ánægður með hversu hart Berglind hefur unnið í því að komast fyrr til baka.

 

Við bjóðum Berglindi velkomna á parketið aftur og hlökkum til að sjá hana bæta sinn leik með hverjum leiknum.

 

Það styttist því í að Snæfell fari að tefla fram sínu sterkasta liði.

 

                                                                                                                                                                  Áfram Snæfell