Stelpurnar áfram en strákarnir úr leik

Stelpurnar áttu greiða leið í 8 liðaúrslitin í gær og unnu með 48 stiga mun. Strákarnir voru hins vegar í erfiðum leik sem endaði ekki vel fyrir okkar menn. Niðurstaðan er sú að þeir eru dottnir út og hafa tapað á móti Haukum tvisvar sinnum í tveimur tilraunum í vetur. Inn í fréttinni má sjá umfjöllun sem tekin var af www.karfan.is 

Umfjöllun um Haukar – Snæfell

 

Stákarnir verða að fara að sýna í hvað þeim býr vegna þess að undirritaður veit að það er svo miklu meiri geta í þessu liði. Menn þurfa að grafa dýpra og leggja meira á sig. Það kemur ég hef engar áhyggjur.

Stelpurnar halda sinni braut og gera vel. Þær eru að fá til baka leikmenn úr meiðslum og fríum á meðan strákarnir hrynja niður í meiðsli. Spýtum í lófanna og styðjum við bakið á fólkinu okkar. Það er ekki nóg að vilja vera með þegar vel gengur, verum alltaf með. Það gefur félaginu okkar svo mikið að hafa svona frábæra stuðningsmenn eins og þið getið verið. 

Áfram Snæfell!