Svekkjandi tap í Þorlákshöfn

Svekkjandi tap í Þorlákshöfn

Strákarnir mættu til leiks með nýjan kana innanborðs í gær. Travis lítur vel út og á eftir að reynast okkur vel. Við erum enn að kynnast honum og hann okkur. Vonandi verða leikmenn búnir að slípa sig almennilega saman á fimmtudaginn næstkomandi.

Leikurinn í gær var mjög skrýtinn á köflum og var eins og ekkert vildi niður undir körfunni. Dómarar leiksins leyfðu mikla snertingu undir körfunni en litla sem enga út á velli. Leikmenn liðanna voru svolítinn tíma að finna það út og urðu oft á tíðum pirraðir á hve lítið var dæmt undir körfunni. Svona er þetta og verða leikmenn að spila í gegnum það, það er jú dómarinn sem dæmir.

Strákarnir eru ekkert að fara að gefast upp. Þeir eru staðráðnir í að klifra upp tölfuna.

Ef smellt er á linkinn hérna fyrir neðan þá ferðu inn á síður www.karfan.is og þar í umfjöllunina. Þar eru viðtöl við Inga Þór og fleiri.

Áfram Snæfell

http://karfan.is/read/2014/01/10/thorsarar-sterkari-i-lokin