Snæfell skar bandið í þriðja hluta.

Snæfell skar bandið í þriðja hluta.

Jafnræði var með liðunum í fyrsta hluta og fór Anna Alys Martin mikinn fyrir Val en staðan var 11-11 um miðjan hlutann. Anna Martin tók þá til sinna ráða og var komin með 16 stig þegar staðan var 15-20 fyrir Valskonur og Snæfellsstúlkur réðu illa við hana. Hildur Björg var að salla niður fyrir Snæfell sem og Guðrún Gróa sem var einkar grimm í vörn og fráköstum. Staðan 18-22 fyrir Val eftir fyrsta hluta.

Snæfellsstúlkur sigu inn í leikinn hægt og rólega eins og góður ullarflóki og komust yfir 30-26 um miðjan annan fjórðung og tóku þar 12-0 kafla sem bjargaði þeim inní leikinn. Leikurinn var harður og stíft spilað í varnarleik beggja liða en Valsstúlkur pressuðu vel á leikmenn Snæfells og ljóst að dagsskipunin var að vinna fyrir svitanum í vörninni sem varð til þess að Snæfell fór oft á vítalínuna í leiknum. Leikurinn var æsispennanndi og hnífjafn 30-30 og aftur 34-34. Hildur Sigurðardóttir smellti niður þremur og staðan varð 41-36 en Guðbjörg Sverrisdóttir svaraði um hæl. Staðan í hálfleik var 42-41 fyrir heimastúlkur.

Hjá Snæfelli í hálfleik var Hildur Björg búin að skora 15 stig og taka 6 fráköst en nafnahennar Sigurðardóttir hafði skorað 6 stig og Guðrún Gróa 7. Í liði gestanna í Val var Anna Alys Amrtin komin með 22 stig en næstar henni voru Unnur Lára og Ragna Margrét með 4 stig hvor.

Snæfell gaf í í þriðja hluta, keyrðu hratt á Val og uppskáru 53-45 forskot. Valsstúlkur lögðust ekki í kör og komu til baka 54-53 með hertri vörn og fóru að hitta betur á meðan Snæfell hittu illa. Sveiflurnar voru talsverðar í þriðja hluta en Snæfell skar á bandið sem liðin höfðu Haldið saman í í leiknum og skelltu sér í 16-0 kafla og komust í 69-53. Myndalegir þristar í miðju flugi Snæfells komu frá Helgu Hjördísi og Hildi Sig, en Helga setti einn á flautunni þegar þriðja fjórðung lauk.

Snæfellsstúlkur settu upp einhvern svakalegan vegg í vörninni, lokuðu og læstu og Valsstúlkur settu ekki niður körfu fyrr en eftir tvær og hálf mínúta var liðin af fjórða hluta og staðan þá orðin 73-55 og höfðu í raun ekki náð að koma stigi á töfluna í rúmar sex mínútur. Þessi kafli í leiknum hefði kallast þokkalegur ullarflóki í gamla daga. Snæfellsstúlkur héldu 20 stiga forskoti yfir fjórða hluta og broddur af leik Vals farin eftir miðjan hlutann og staðan 81-61. Snæfell hafði sett niður 23 af 29 vítaskotum og ekki fengið á sig nema 9 villur í leiknum á meðan Valur setti niður 3 af 5 vítum niður og enduðu með 19 villur.

Afgerandi kafli Snæfells í þriðja hluta og fram í þann fjórða gerði út um leikinn sem endaði 85-69 og yfirburðir toppliðsins urðu algjörir.

Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 21/8 frák/ 6 stoðs. Chynna Brown 20/11 frák. Hildur Björg 19/12 frák. Guðrún Gróa 11/8 frák. Eva Margrét 6/5 frák/5 stoðs. Helga Hjördís 6. Alda Leif 2. Hugrún Eva 0/5 frák. Edda Bára 0. Aníta Rún 0. Silja Katrín 0. Rebekka Rán 0.

Valur: Anna Alys Martin 30. Ragna Margrét 8/6 frák. Kristrún Sigurjónsdóttir 8/4 frák. María Björnsdóttir 8. Guðbjörg Sverrisdóttir 5/9 frák. Unnur Lára 4/5 frák. Rut Herner 2. Ragnheiður Benónísdóttir 2. Sara Diljá 2. Þórunn Bjarnadóttir 0. Sólilja Bjarnadóttir 0. Margrét Ósk 0.

Símon B. Hjaltalín.

Tölfræði leiksins