Minnibolti 11 ára í Hveragerði

Minnibolti 11 ára í Hveragerði

Helgina 15 og 16.febrúar tók minni bolti 11 ára stráka þátt í 3.umferð íslandsmótsins sem haldin var î Hveragerði. Strákarnir fyrir umferðina voru í C-riðli en markmið drengjanna var að vinna sig uppí B-riðil fyrir lokaumferðina.

Fyrsti leikur var gegn Fjölni kl 12 á laugardeginum. Þegar liðið kom inni nýja uppblásna íþróttahúsið í Hveragerði þá hafði hitakerfið í húsinu bilað og því blés bara köldu lofti inn í húsið sem gerði aðstæðurnar fyrir körfubolta hreint út sagt skelfilegar. Ákveðið var að leika þennan leik samt sem áður og reyndist það vera skelfileg hugmynd þar sem drengirnir voru að drepast úr kulda, boltinn var glerharður sem og dúkurinn sem spilað var á. Fjölnir vann leikinn með 7 stigum í leik sem fer seint í sögubækurnar sem fallegur leikur.

Seinni leikurinn var kl 14 gegn Reykdælum en sá leikur var færður í íþróttahúsið í Þorlákshöfn vegna aðstæðna í Hveragerði. Strákarnir voru greinilega búnir að ná kuldanum úr sér og spiluðu þeir hreint út sagt glæsilegan körfubolta, spiluðu gríðarlega vel saman og vörnin hjá þeim var gríðarlega sterk og því uppskáru þeir sigur 40-28.

Á sunnudaginn byrjuðu strákarnir gegn sterku liði Hamars, en leikirnir gegn þeim í síðustu umferðum hafa verið æsispennandi og með mikilli hörku. Strákarnir náðu ekki að halda uppi stemningunni og samspilinu frá leiknum gegn Reykdælum og töpuðu gegn Hamri 30-24. Hamarsmenn voru mjög sterkir og brutu oft á drengjunum en þeir náðu ekki að klára vítið sín (voru 5/18 í vítum) og voru ekki að spila nægilega vel saman og því fór sem fór.

Síðasti leikurinn í þessari umferð var gegn Haukum sem einnig voru búnir að vinna 1 leik sem þýddi að það lið sem myndi vinna liðeikinn kyndi halda sér uppi í C-riðli. Strákarnir komu virkilega vel stemmdir og voru greinilega staðráðnir í að sigra leikinn og sýna að þeir gætu spilað betur en þeir gerðu gegn Hamri. Þeir sigruðu Hauka 42-22 og var það aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda frá fyrstu mínútu. Drengirnir spiluðu glæsilega og spiluðu gríðarlega vel saman.

Strákarnir eru því ennþá í C-riðli og því er markmiðið auðvitað að komast uppí B-riðill eftir næstu umferð sem haldin verður í mars. Strákarnir sýndu að ef þeir koma með rétt viðhorf, samspil og baráttu í leikinn geta þeir gert mun betur.
Ég sem þjálfari er gríðarlega stoltur af þessum strákum hvað þeir hafa bætt sig mikið í vetur og það verður gaman að sjá þá í framtíðinni.

Finnur Atli þjálfari mb11 stráka

Hérna getum við séð mótin hjá mb 11 kk