Snæfell/Skallagrímur í undanúrslitin

Snæfell/Skallagrímur í undanúrslitin

Strákarnir í unglingaflokk eru komnir áfram í bikarnum. Þeir lögðu ÍR-ingar rétt í þessu 98 – 72, leikurinn var spilaður í Hólminum. Það var jafnræði með liðunum í í fyrri hálfleik en í þeim síðari var aðeins eitt lið á vellinum. Snæ/Ska skoruðu 43 stig í 3. leikhluta sem gerði það að verkum að leikurinn var búinn. ÍR rétti aðeins úr kútnum í þeim fjórða en þeir komust aldrei í takt við leikinn í síðari hálfleik.

Við óskum strákunum kærlega til hamingju með leikinn, virkilega vel spilaður leikur hjá þessu spræka liði okkar.
Snæfell/Skallagrímur eru því komnir í undanúrslit og það verður spennandi að sjá hver verður næsti mótherji þeirra.

Strákarnir spila annan leik á morgun en þá mæta Haukar í heimsókn. Leikurinn er settur á klukkan 20:00 en það er verið að vinna í því að fá seinkun á leikinn til klukkan 21:00
(meira um það í kvöld eða á morgun).
Við hvetjum stuðningsfólk okkar að fjölmenna á pallana og sjá framtíðina spila flottan körfubolta.