Stelpurnar komnar með yfirhöndina aftur!

Stelpurnar komnar með yfirhöndina aftur!

Staðan í einvíginu var 1-1 fyrir leikinn og allt opið eins og leikir liðanna hafa sýnt. Snæfellstúlkur höfðu Chynna Brown (Borið fram “ China“ eins og landið ykkur til fróðleiks), á bekknum og kom hún inn á þegar staðan var 7-9 fyrir Valsstúlkur í upphafi leiks og jafnaði hún svo leikinn 11-11 af vítalínunni. Snæfellsstúlkur voru að brenna af einföldum sniðsskotum og það urðu þær að laga strax. Valsstúlkur hófu leik þar sem frá var horfið með sterkum varnarleik og ætluðu Hildi Sigurðardóttur ekki sentímeter að fá að stilla upp og vera með boltann í friði. Snæfellsstúlkur gáfu í leystu sóknarleik sinn og spiluðu hörkuvörn sjálfar og voru yfir 20-13 eftir fyrsta hluta.

Valsarar sáu tilefni til að stilla strengi saman þegar Snæfell keyrði vel á þær og stálu boltum strax í öðrum hluta og leiddu 25-13 en þær voru ekki hættar með kaflann þar og komust í 29-13 með 11-0 kafla í allt. Valur urðu líkt og Snæfell í síðasta leik óöruggar og hikandi og allir boltar fóru til mótherjans. Ekki sá mikið á Chynna hjá Snæfelli sem var komin með 16 stig og 7 fráköst þegar seig á fyrri hálfleikinn og staðan orðin 43-27 fyrir Snæfell. Staðan var 47-30 í hálfleik fyrir heimastúlkur.

Chynna Brown var komin með 16 stig og 9 fráköst en Hildur BJörg var henni næst með 9 stig og 5 fráköst. Anna Alys Martin var Valsstúlkum grimmust í skori með 13 stig og Hólmarinn Unnur Lára var komin með 6 stig.

Hildur Björg kom Snæfelli í 21 stiga mun 53-32 og voru hvergi bangnar og hún búin að skora öll 8 stig strax í upphafi seinni hálfleiks þegar staðan var 55-37. Valsstúlkur reyndu hvað þær gátu og börðust vel í þriðja hluta til að koma sér aftur inn í sinn leik en Snæfellsstúlkur voru farnar að leysa pressuna með meira sjálfstrausti. Staðan fyrir lokafjórðunginn var 66-48.

Anna Alys fékk dæmda á sig tæknivillu fyrir mótmæli á sóknarvillu í upphafi fjórða hluta og var komin með 4 villur þegar fjórar mínútur voru eftir líkt og Guðrún Gróa hjá Snæfelli sem var spila mjög vel og staðan 71-50 fyrir heimasætur. Valsarar höfðu yfirhöndina í leikhlutanum og voru að sækja lítillega á 74-62 þegar um þrjár mínútur voru eftir. Snæfell var yfir 80-64 þegar síðasta mínútan fór í gang og lítið sem Valsstúlkur gátu gert undir lokin og Snæfell tóku gríðarsterkann sigur 81-67og leiða nú 2-1 og næsti leikur í Vodafonehöllinni á föstudaginn kl 19:15 þar sem Snæfell getur klárað dæmið nú eða Valur knúið fram oddaleik.

Snæfell: Hildur Björg Kjartansdóttir 25/9 fráköst, Chynna Unique Brown 16/12 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 15/6 fráköst/9 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 10/11 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 5, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3. Berglind Gunnarsdóttir 0. Edda Bára Árnadóttir 0. Rebekka Rán 0. Helga Margrét 0. Silja Katrín 0.

Valur: Anna Alys Martin 21, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 13, Ragnheiður Benónísdóttir 8/5 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6/8 fráköst, María Björnsdóttir 6, Kristrún Sigurjónsdóttir 5, Hallveig Jónsdóttir 5, Guðbjörg Sverrisdóttir 3/5 fráköst/6 stoðsendingar. Þórunn Bjarnadóttir 0. Sara Diljá Sigurðardóttir 0. Rut Herner 0. Margrét Ósk 0.

Símon Hjaltalín.