http://snaefell.is/wp-content/uploads/2014/03/20140315_Snae-Val_014.jpgEkki bara oddaleikur heldur ODDALEIKURINN!

Ekki bara oddaleikur heldur ODDALEIKURINN!

Oddaleikur og það er rosalegt fjör og stuð. Snæfell mættu með Hugrúnu Evu aftur á fjalirnar en voru án Chynna Brown. Valsstúlkur voru með Guðbjörgu Sverrisdóttur komna í þolanlegt ástand en liðin auðvitað bæði fegin að hafa fengið meira en rétt rúman sólahring í hvíld og ef maður er ekki tilbúinn í svona leik, hvenær þá?

„Með taugarnar þandar, titrandi andar….“ söng Bubbi. Það voru réttmæli í upphafi þessa leiks hið minnsta og allan leikinn þegar uppi var staðið. Snæfellsstúlkur lönduðu oddaleiknum gegn Val 72-66 eftir hádramatískar mínútur í fjögra liða úrslitum Dominosdeildar kvenna í Stykkishólmi. Þær eru þar með komnar í úrslitarinvígið gegn Haukum. Valur skoraði ekki stig í eina og hálfa mínútu á meðan Snæfell komust yfir 67-66 eftir að hafa verið undir 62-66. Þær sölluðu svo niður stigum af vítalínunni og tóku alveg svakalega sterkann sigur undir lokin. Snæfellsstúlkur léku án Chynna Brown en Hugrún Eva var komin aftur á fjalirnar. Mikið kapphlaup við tímann var að ná Guðrúnu Gróu leikfærri en miðað við hennar stöðu daginn fyrir leik var hún alls ekki leikhæf. Það munaði fyrir Snæfell um að tjasla henni saman þar sem hún var aðalburðarás liðsins með 21 stig, 12 fráköst, 6 stoðsendingar, 4 stolna bolta og ekki gleyma þeirri ótrúlegri varnarvinnu sem hún skilar.

Valur komst strax í forystu 2-8 þó Snæfell hafi náð 4 sóknarfráköstum í einni sókn en kláruðu ekki skotin. Þá hófst þriggja stiga sýning, Guðrún Gróa byrjaði 5-8, þá svararði Kristrún Sigrjóns fyrir Val með einu þrjú stigin sín í leiknum. Helga Hjördís vild vera með fyrir Snæfell og Hildur Sigurðardóttir jafnaði svo 11-11. Liðin voru komin í sóknargír og jafnræði í leik þeirra og staðan 15-15. Það er spilað svo þétt í undanúrslitum kvenna að dómararnir voru að hrynja í meiðsli. Um miðjan fyrsta fjórðung þurfti Sigmundur Már dómari á aðhlynnigu að halda og haltraði út af. Eftirlitsmaðurinn og Skagfirðingurinn geðþekki Rúnar Birgir Gíslason skipti um sæti við Sigmund Má.

Þegar leikar fóru af stað var Helga Hjördís ekki tilbúin í sumarfrí heldur setti niður tvo þrista og kom Snæfelli í 21-15, gríðalega öflug. Valur kom til baka og Anna Martin kom þeim yfir af vítalínunni 21-22 undir lok fyrsta hluta í þessum drama leik. Unnur Lára kláraði hins vegar magnaðann þrist á lokaflauti 21-25 fyrir Val.
Valsstúlkur pressuðu allan völlinn strax í öðrum hluta og settu leikinn í sínar hendur með 15-0 kafla og forystuna 21-30 og refsuðu Snæfelli illa fyrir að vera óöruggar á boltanum og missa hann trekk í trekk. Snæfellingar bættu þá verulega í vörn og báráttu um fráköstin og náðu að krafsa sig nær 29-33 og funheitt orðið í húsinu. Staðan 39-42 fyrir Val í hálfleik og engin merki uppi um eitt eða neitt nema baráttuleik.

Hjá heimastúlkum var Guðrún Gróa komin með 13 stig og 5 stoðsendingar. Hildur Sigurðardóttir var komin með 12 stig og 6 fráköst. Hildur Björg var komin með 9 fráköst. Í liði Vals var Anna Alys Martin komin með 14 stig og Guðjörg Sverrisdóttir 9 stig og voru fleiri Valsstúkur komnar á blað að leggja hönd á vogaskálarnar heilt yfir.

Það var jafnt 43-43 þegar Guðrún Gróa rúllaði niður einni. Valur náði aftur forskotinu um 4 stig 45-49 og leikurinn í járnum þegar staðan var 51-53 . Staðan eftir þriðja hluta var 52-53 fyrir gestina og verulega þrunginn spennu og kaflaskiptur en Snæfellsstúlkur voru að éta Val í fráköstum 45 á móti 28 en tóku mikið af skotum, eða um 10 meira en Valur og nýtingin slök eftir því.

Liðin skiptust á að skora og missa boltan og Snæfell komst yfir 58-55 í fjórða hluta en Valur náðu þeim 58-60 með skotum frá Unni Láru. Ekki var mikið skorað framan af í fjórða hluta og staðan jöfn 62-62 þegar 3:30 voru eftir af leiknum. Valsstúlkur stukku frá Snæfelli 62-66 þegar 2:00 voru eftir, en Snæfellsstúlkur töpuðu boltanum á afar mikilvægum augnablikum. Alda Leif setti þrjú stig og Hildur Björg fór á vítalínuna og kom Snæfelli yfir 67-66. Guðrún Gróa setti leikinn í 69-66 af vítalínunni þegar 30 sekúndu voru eftir. Valur kom boltanum ekki ofan í og sem fyrr tóku Snæfell frákastið og Hildur Björg fór á vítalínuna 71-66. Hildur Sigurðardóttir kláraði svo síðasta stigið niður fyrir Snæfell og svakalegur sigur heimastúlkna í lokin 72-66 orðin að veruleika og úrslitaeinvígið framundan í fyrsta skipti.

Ingi kátur

Snæfell: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 21/12 fráköst/6 stoðsendingar/4 stolnir. Hildur Sigurðardóttir 19/11 fráköst. Hildur Björg Kjartansdóttir 15/13 fráköst. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 14/11 fráköst. Alda Leif Jónsdóttir 3/7 fráköst. Eva Margrét 0/4 stolnir boltar. Silja Katrín 0. Berglind Gunnarsdóttir 0. Rebekka Rán 0. Hugrún Eva 0.

Valur: Anna Alys Martin 24/7 fráköst/4 stolnir. Guðbjörg Sverrisdóttir 14/6 fráköst/4 stolnir. Unnur Lára Ásgeirsdóttir 13/8 fráköst. Ragna Margrét Brynjarsdóttir 5/7 fráköst. Þórunn Bjarnadóttir 4/5 fráköst. Kristrún Sigurjónsdóttir 3. Ragnheiður Benónísdóttir 2/4 fráköst/4 varin skot. María Björnsdóttir 1. Hallveig Jónsdóttir 0. Sara Diljá 0. Rut Herner 0. Margrét Ósk 0.

Símon Hjaltalín.
Mynd – Eyþór Ben
Mynd inn í frétt – Sumarliði Ásgeirsson