Snæfellingar verðlaunaðir á lokahófi KKÍ

Snæfellingar verðlaunaðir á lokahófi KKÍ

Lokahóf KKÍ fór fram í gær og voru einstaklingar verðlaunaðir að vanda. Okkar fólk var í sviðsljósinu enda stelpurnar okkar Íslandsmeistarar og líklegar til afreka á lokahófi.

Hildur Sigurðardóttir var valin besti leikmaður Domino’s deild kvenna, Hildur átti frábært tímabil og hefur sjaldan spilað jafn ve og í ár. Hildur Björg Kjartansdóttir fékk einnig atkvæði í vali á besta leikmanni Domino’s deild kvenna, glæsilegt hjá þeim báðum.

Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir var valin besti varnarmaður Domino’s deild kvenna, hún hræddi líftóruna úr öllum sínum andstæðingum í vetur og spilaði frábærlega á tímabilinu.

Ingi Þór Steinþórsson var valinn besti þjálfari í Domino’s deild kvenna, það þarf varla að fara yfir þetta ótrúlega tímabil hjá honum. Liðið tapar 3 leikjum í deild, kemst í úrslitaleik bikarsins og vinnur Hauka 3-0 í úrslitum Domino’s deildar kvenna. Frábært tímabil hjá þessum magnaða þjálfara sem við eigum.

Chynna Unique Brown fékk atkvæði sem besti útlendingur Domino’s deild kvenna, Lele Hardy var valin besti útlendingurinn.

Sigurður Ágúst Þorvaldsson fékk atkvæði sem besti leikmaður Domino’s deildar karla – Siggi átti virkilega gott tímabil í vetur og var að öðrum ólöstuðum besti maður karlaliðs Snæfells.

Að lokum var valið í úrvalslið Domino’s deildar kvenna og áttum við þrjár stelpur í því liði. Hildur Sigurðardóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir skipuðu liðið ásamt Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur (KR) og Bryndísi Guðmundsdóttur (Keflavík).

Eins og við sjáum þá endurspeglar þetta frábært tímabil hjá Snæfell. Heimasíða Snæfells óskar öllum þeim sem tóku þátt í þessu frábæra tímabili til hamingju og þá sérstaklega vinningshöfum á lokahófi KKÍ.
Hér fyrir neðan má sjá valið í heild sinni.

Úrvalslið 2013-14 Domino´s deild kvenna
Hildur Sigurðardóttir Snæfell
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir Snæfell
Hildur Björg Kjartansdóttir Snæfell
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir KR
Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík

Aðrir sem fengu atkvæði eftir stafrófsröð:
Gunnhildur Gunnarsdóttir Haukar
Ingibjörg Jakobsdóttir Grindavík
Íris Ásgeirsdóttir Hamar
Pálína Gunnlaugsdóttir Grindavík
Kristrún Sigurjónsdóttir Valur
Margrét Rósa Hálfdanardóttir Haukar
Marín Laufey Davíðsdóttir Hamar
Ragna Margrét Brynjarsdóttir Valur
Sara Rún Hinriksdóttir Keflavík

Besti leikmaður Domino´s deild kvenna 2013-14
Hildur Sigurðardóttir Snæfell

Aðrir sem fengu atkvæði eftir stafrófsröð:
Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík
Hildur Björg Kjartansdóttir Snæfell

Besti þjálfari Domino´s deild kvenna 2013-14
Ingi Þór Steinþórsson Snæfell

Aðrir sem fengu atkvæði eftir stafrófsröð:
Hallgrímur Brynjólfsson Hamar

Besti ungi leikmaður Domino´s deild kvenna 2013-14
Marín Laufey Davíðsdóttir Hamar

Aðrir sem fengu atkvæði eftir stafrófsröð:
Eva Kristjánsdóttir Snæfell
Hallveig Jónsdóttir Valur
Lovísa Björt Henningsdóttir Haukar
Sandra Lind Þrastardóttir Keflavík
Sara Rún Hinriksdóttir Keflavík

Besti varnarmaður Domino´s deild kvenna 2013-14
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir Snæfell

Aðrir sem fengu atkvæði eftir stafrófsröð:
Gunnhildur Gunnarsdóttir Haukar
Hildur Björg Kjartansdóttir Snæfell
Íris Ásgeirsdóttir Hamar
Marín Laufey Davíðsdóttir Hamar

Besti erlendi leikmaður Domino´s deild kvenna 2013-14
Lele Hardy Haukar

Aðrir sem fengu atkvæði eftir stafrófsröð:
Chynna Brown

Prúðasti leikmaður Domino´s deild kvenna 2013-14
Auður Íris Ólafsdóttir

Úrvalslið 2013-14 Domino´s deild karla
Elvar Már Friðriksson Njarðvík
Martin Hermannsson KR
Pavel Ermolinskij KR
Helgi Már Magnússon KR
Ragnar Nathanaelsson Þór Þorlákshöfn

Aðrir sem fengu atkvæði eftir stafrófsröð:
Darrell Lewis Keflavík
Darri Hilmarsson KR
Guðmundur Jónsson Keflavík
Jóhann Árni Ólafsson Grindavík
Ólafur Ólafsson Grindavík
Ómar Örn Sævarsson Grindavík
Páll Axel Vilbergsson Skallagrímur
Sigurður Þorsteinsson Grindavík
Sigurður Þorvaldsson Snæfell
Sveinbjörn Claessen ÍR

Besti leikmaður Domino´s deild karla 2013-14
Martin Hermannsson KR

Aðrir sem fengu atkvæði eftir stafrófsröð:
Darri Hilmarsson KR
Elvar Már Friðriksson Njarðvík
Pavel Ermolinskij KR

Besti þjálfari Domino´s deild karla 2013-14
Finnur Freyr Stefánsson KR

Aðrir sem fengu atkvæði eftir stafrófsröð:
Benedikt Guðmundsson Þór Þorlákshöfn
Einar Árni Jóhannsson Njarðvík
Ívar Ásgrímsson Haukar
Sverrir Þór Sverrisson Grindavík
Teitur Örlygsson Stjarnan

Besti ungi leikmaður Domino´s deild karla 2013-14
Martin Hermannsson KR

Aðrir sem fengu atkvæði eftir stafrófsröð:
Dagur Kár Jónsson Stjarnan
Elvar Már Friðriksson Njarðvík
Jón Axel Guðmundsson Grindavík

Besti varnarmaður Domino´s deild karla 2013-14
Darri Hilmarsson KR

Aðrir sem fengu atkvæði eftir stafrófsröð:
Birgir Björn Pétursson Valur
Emil Barja Haukar
Helgi Már Magnússon KR
Pavel Ermolinskij KR
Ragnar Nathanaelsson Þór Þorlákshöfn
Sigurður Þorsteinsson Grindavík

Bestu erlendi leikmaður Domino´s deild karla 2013-14
Michael Craion Keflavík

Aðrir sem fengu atkvæði eftir stafrófsröð:
Lewis Clinch Jr. Grindavík
Terrence Watson Haukar

Prúðasti leikmaður Domino´s deild karla 2013-14
Darri Hilmarsson KR

Besti dómarinn Domino´s deildum karla og kvenna 2013-14
Rögnvaldur Hreiðarsson