Meistaraflokkslið karla og kvenna heimsóttu Njarðvíkinga í gær

Meistaraflokkslið karla og kvenna heimsóttu Njarðvíkinga í gær

Stelpurnar byrjuðu að spila þar sem Berglind Gunnars opnaði leikinn á góðri körfu og Kristen fylgdi á eftir og staðan 0-4. Njarðvíkurstúlkur komust yfir 5-4 og 9-8 en Snæfellsstúlkur leiddu eftir fyrsta leikhluta 13-19. Allir leikmenn beggja liða fengu flott tækifæri á að spreyta sig og var Anna Soffía Lárusdóttir að leika sínu fyrstu mínútur í meistaraflokki þar sem hún stóð sig mjög vel, skoraði 3ja stiga körfu meðal annars. Snæfellsstelpurnar leiddu 25-36 í hálfleik. Í síðari hálfleik var munurinn svona 10-13 stig þangað til að systurnar Gunnhildur og Berglind smelltu sitt hvorum þristinum og juku muninn í 18 stig, flottur kafli kom Snæfell yfir 20 stiga muninn og þeim mun héldu stelpurnar á milli liðanna. Síðasta áhlaupið kom svo í fjórða leikhluta og lokatölur 54-82 Snæfell í vil.

Stigaskor Snæfells: Kristen McCarthy 28 stig, Berglind Gunnarsdóttir 11, Hugrún Eva Valdimarsdóttir og María Björnsdóttir 10, Rósa Kristín Indriðadóttir 9, Gunnhildur Gunnarsdóttir 8, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 7, Anna Soffía Lárusdóttir 3 og Hildur Sigurðardóttir 0.

Stigaskor Njarðvíkur: Nikita Gatrell 29 stig, Guðbjörg Einarsdóttir 13, Andrea Björt Ólafsdóttir og Erna Hákonardóttir 5, María Ben Jónsdóttir 2.

Stelpurnar undirbúa sig núna fyrir meistarar meistaranna sem fram fer sunnudaginn 5. október klukkan 17:00 í KR-heimilinu.

Strákarnir mættu í síðari leiknum Njarðvík og var liðið án afmælisbarnsins Sveins Arnars sem er meiddur og verður frá í ca 3 vikur.

Njarðvíkingar sem hafa á að skipa mjög sterku og skemmtilegu liði hófu leikinn af krafti og voru að hitta mjög vel á meðan að okkar menn komust ekki í góð skotfæri. Njarðvíkingar komust fljótt í 7-2 og Ingi Þór tók leikhlé – staðan fór í 12-2 og 18-4 áður en strákarnir hófu að þétta örlítið í varnarleikinn og sækja sér körfur. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 18-6. Meiri áræðni var í strákunum í öðrum leikhuta sem vannst 21-24 og staðan í hálfleik 39-30.
Hólmarar byrjuðu seinni hálfleikinn sterkt og náðu muninum niður í fimm stig í tvígang 43-38 og 45-40. Heimamenn komu þá með 10-0 kafla og juku síðan jafnt og þétt og leiddu 63-46 eftir þrjá leikhluta. Hólmarar eru greinilega með ýmis verkefni ókláruð í leik sínum til að verða sáttir við sinn leik. Í fjórða leikhluta reyndu Hólmarar áfram að minnka muninn niður en heimamenn voru betra liðið í kvöld og sigruðu sannfærandi. Allir leikmenn fengu góð tækifæri með liðunum sínum í kvöld en lokatölur 91-64 Njarðvík í vil.

Stigaskor Snæfells: William Nelson 18 stig, Sigurður Þorvaldsson 15, Austin Magnús Bracey 13 Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Stefán Torfason og Snjólfur Björnsson 4, Jóhann Kristófer Sævarsson 3. Sindri Davíðsson 0, Almar Hinriksson 0, Jón Páll Gunnarsson 0, Gísli Pálsson 0, Viktor Alexandersson 0.

Strákarnir leika á morgun gegn Hamar í Hveragerði og því ekki langur tími til að svekkja sig á tapinu í kvöld, heldur er réttara að bæta bara í og mæta sterkir til leiks gegn sterku Hamarsliði.