Snæfell í 16 liða úrslit!

Snæfell í 16 liða úrslit!

Eftir 11 tíma keyrslu og gistingu var leikið gegn 1. Deildarliði Hattarmanna á Egilsstöðum. Góður sigur okkar manna 80-101 þar sem Austin Magnús Bracey og Stefán Karel Torfason fóru fyrir lið Snæfells.

Hattarmenn opnuðu leikinn með þriggja stiga körfu og leiddu 7-5 áður en Snæfell komust yfir og leiddu 18-23 eftir fyrsta leikhluta. Skotnýting heimamanna var léleg og Snæfell betri aðilinn. Það var augljóst að leikurinn á fimmtudag og ferðalagið sat í mönnum sem voru frekar hægir í sínum aðgerðum.

Góðir kaflar hjá Snæfell sem fengu góðar innkomur af bekknum hjá Sveini, Sindra og Kristófer, mest leiddu með 15 stiga mun þrátt fyrir að geta gert mun betur í vörninni. Staðan í hálfleik 33-45.

Í seinni hálfleik hélst forysta Snæfell fram undir miðjan leikhlutann þegar að Austin og Will smelltu niður góðum körfum í áhlaupi Hólmara og staðan 44-66.

Hattarmenn börðust vel og neituðu að gefast upp staðan 52-69 eftir þrjá leikhluta.

Tobin ameríkani Hattarmanna átti mjög fína seinni hálfleik og var Hólmurum erfiður og minnkuðu muninn í 70-78. Austin var ekki tilbúinn í jafnanleik og steig upp, setti niður átta stig og sigurinn ekki í hættu eftir það. Snæfell gerðu það sem þeir þurftu í þessum leik en það var að koma sér í 16-liða úrslitin.

Stigaskor Snæfells var eftirfarandi: Austin 27 stig/6stoðsendingar, Stefán Torfa 24 stig / 12 fráköst, Sigurður Þorvalds 17 stig/7fráköst, William Nelson 14 stig / 12 fráköst, Pálmi Sigurgeirsson 13 stig / 8 fráköst, Jóhann Kristófer Sævarsson 3 stig, Sindri Davíðsson 2 stig / 3 stoðsendingar, Sveinn Davíðsson 1 stig og 15 teygjur.

Stigaskor Hattarmanna: Tobin 36 stig, Hreinn 11, Sigmar 7, Ragnar 6, Nökkvi 6, Benedikt 6, Viðar 5, Ásmundur 3.

mynd – austurfrett.is

Hægt er að skoða umfjöllun frá austurfrétt.is hér