Í fréttum er þetta helst!

Í fréttum er þetta helst!

Eins og fram kemur á karfan.is í dag að þá höfum við sagt upp samning okkar við William Nelson og flaug hann heim í gær. Það var samhljóma ákvörðun þjálfarateymis og stjórnar að ákveðnir hlutir væru því miður ekki að ganga upp. Við berum ábyrgð á allri umgjörð leiksins og okkur fannst Nelson ekki finna sig nógu vel í því regluverki.

Um leið og við þökkum honum innilega fyrir stutt kynni að þá óskum við honum alls hins besta á nýjum stað. Allt á fullu hjá stjórnarmönnum og þjálfarateymi að landa nýjum manni og erum við að vona að nýr leikmaður verði í hópnum á föstudaginn, ef allt fer á besta veg. Strákarnir okkar léku á móti Hattarmönnum um síðustu helgi og unnu leikinn eftir langt og erfitt ferðalag til Egilsstaða.

Dregið var í Bikarkeppni KKÍ í hádeginu – 16 liða úrslit og drógust okkar lið þannig,
➢ Snæfell – Fjölnir hjá stelpunum
➢ Valur – Snæfell hjá strákunum
Þjálfarar heimaliðs munu gera tillögu að leikdegi til KKÍ og verður niðurstaða kynnt á næstu dögum. Leikir skulu fara fram á tímabilinu 5. – 7. desember.

Nýr samstarfssamningur við Atlantsolíu var undirritaður s.l. fimmtudag. Samningur þessi færir kkd Snæfells töluverðar tekjur og þá sérstaklega ef að stuðningsfólk kaupir Snæfellslyklana hjá Atlantsolíu og tryggir sér þar með 6 kr. afslátt af öllu eldsneyti en 2 kr renna beint til deildarinnar.
Allar frekari upplýsingar er að fá á heimasíðu okkar (sjá frétt).

Stuðningsfólk Snæfells !
Um leið og við þökkum ykkur góðan stuðning hvetjum við ykkur til að láta okkur vita ef þið eigið einhvern tíma aflögu og hafið áhuga á að koma að okkar starfi.
Það er alltaf pláss fyrir öfluga sjálfboðaliða eins og ykkur.

ÁFRAM SNÆFELL
kveðja,
Gunnar Svanlaugsson, formaður