http://snaefell.is/wp-content/uploads/2014/11/1383762_10152852868228839_5710312928422519063_n.jpghttp://snaefell.is/wp-content/uploads/2014/11/1383762_10152852868228839_5710312928422519063_n.jpg9. flokkur spilaði í Keflavík

9. flokkur spilaði í Keflavík

9. flokkur drengja keppti á sínu öðru móti á tímabilinu, mótið var liður í Íslandsmótinu og keppt var í b-riðli. Við vorum svo heppnir að fá að fara til Keflavíkur um helgina og gistum þar í frábærri aðstöðu í íþróttahúsinu við Sunnubraut (TM-Höllinni). Mótið sjálft fór fram í Heiðarskóla og verður að segjast að Keflavík er ríkt samfélag þegar kemur að körfuboltaaðstöðu.

Nokkur dögum fyrir mót var ákveðið af strákunum að horfa á mynd á leiðinni suður með sjó, auðvita var myndum um Ölla valin. Snilldar mynd og ættu allir yngriflokkar að gefa sér tíma í að horfa á hana.

Mótið gekk vel og er þjálfarinn nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna þó svo að úrslitin hefðu getað verið aðeins betri. Strákarnir unnu einn leik en töpuðu þremur. Sigurinn kom á móti sameiginlegu liði Skallagríms og ÍA en töpin komu á móti Keflavík, Breiðablik og Þór Akureyri. Satt best að segja var ótrúlega sárt tapið á móti Breiðablik, strákarnir voru búnir að leiða allan leikinn en þegar 20 sek. voru eftir komust blikar yfir í fyrsta sinn og náðu að halda því til loka. Það má segja að við höfum kastað leiknum frá okkur með því að reyna að halda forustunni í stað þess að bæta í hana. Við lærum allir af þessu og munum gera allt í okkar valdi til að bæta þetta upp á næsta móti. Með þessum úrslitum náðum við að halda okkur í b-riðlinum og eigum því enn möguleika á því að keppa við þá bestu í vetur. Við erum alltaf að reyna að bæta okkur og ég greini bætingu frá síðasta móti og mótum þar á undan, sem er jákvætt.

Í flokknum eru:
Andri Þór 9.bekk
Aron Ingi 9. bekk
Benedikt Breki 9. bekk
Dawid Einar 9. bekk
Tómas Helgi 9. bekk
Eiríkur Már 8. bekk
Valdimar 8. bekk
Vignir Steinn8. bekk
Viktor Brimir8. bekk
Ellert Þór 7. bekk

Haraldur og Sigurður í 8. bekk voru heima eða í öðrum verkefnum og komust því ekki með okkur á þetta mót.

1982219_10152852869058839_8093252354000887154_n

Við fengum alvöru bílstjóra á nýju Snæfellsrútuna en hún Gyða Steinsdóttir sá um að koma okkur á milli staða og gerði það eins og við var að búast af henni. Það er alltaf gott að hafa eina mömmu með í svona ferðir ☺

Á laugardagskvöldinu var farið á dominos og svo í bíó á Dumb and Dumber 2. Þar skemmtum við okkur konunglega, mikið hlegið og öskrað enda var myndin virkilega skemmtileg. Það tók hópinn því aðeins lengri tíma að komast í ró um kvöldið en það sakaði ekki því fyrsti leikur morguninn eftir var eini sigurleikurinn.

Okkur langar að þakka Keflvíkingum kærlega fyrir móttökurnar og viljum við hrósa þeim fyrir frábæra dómgæslu á mótinu.

10433067_10152852866788839_2525863324629018247_n
Á myndinni hér fyrir ofan eru þeir félagar Andri Þór og Valdimar í Keflavíkurbúning, ástæðan er sú að Þór Akureyri spilar líka í hvítum búningum eins og við og þurftum við því að fá lánaða búninga hjá Keflavík. Það dugði því miður ekki til sigurs.
Keflavík vann riðilinn og fer upp í A-riðil en vinir okkar í Skallagrím/ÍA falla niður í C-riðil.

Takk fyrir skemmtilega helgi,
Gunnlaugur Smárason þjálfari 9. flokks drengja.

Áfram Snæfell