5 frá Snæfell í landsliðsverkefni

5 frá Snæfell í landsliðsverkefni

Það má með sanni segja að ungdómurinn í Stykkishólmi er á góðri leið og virðist framtíðin vera björt áfram. Snæfell á fimm krakka sem voru valin í æfingahóp sem mun æfa núna um helgina og á milli jóla og nýárs.

Krakkarnir sem voru valdnir að þessu sinni voru:
Andri Þór Hinriksson (U-15)
Aron Ingi Hinriksson (U-15)

Friðmey Rut Ingadóttir (U-15)
Kristín Birna Sigfúsdóttir (U-15)

Almar Njáll Hinriksson (U-18)

Við óskum þeim innilega til hamingju og vonumst til að þau komist áfram í gegnum niðurskurðinn. Auk þess hvetjum við aðra iðkendur að stefna á að bæta sig á hverri æfingu. Æfingin skapar meistarann.

Hér fyrir neðan er frétt af www.kki.is

Landsliðsþjálfarar yngri landsliða hafa nú valið og boðað leikmenn sína til æfinga í desember en þrjú lið æfa helgina fyrir jól og þrjú lið helgina milli jóla og nýars.

U15, U16 og U18 ára lið drengja og stúlkna munu þá koma saman í fyrsta sinn og æfa en í kjölfarið verður fækkað í hópnum og næsta æfingahelgi verður í febrúar 2015.

Alls eiga 21 aðildarfélög KKÍ fulltrúa í æfingahópunum, ásamt þremur erlendum félögum, en hóparnir allir skipa 167 leikmenn.

Félögin eru í stafrófsröð: Ármann, Breiðablik, Fjölnir, FSu, Grindavík, Hamar, Haukar, Höttur, Hrunamenn, ÍR, Keflavík, KFÍ, KR, Njarðvík, Sindri, Skallagrímur Snæfell, Stjarnan, Tindastóll, Þór Akureyri og Þór Þorlákshöfn.

Verið er að leggja lokahönd á æfingadagskránna og verður hún auglýst hér á www.kki.is þegar hún verður tilbúin og einnig send í tölvupósti til allra leikmanna/forsvarsmanna.

U16 drengir og U18 karla og kvenna æfa helgina fyrir jól 19.-21. desember og U15 ára liðin og U16 kvenna æfa milli jóla og nýars, helgina 27.-29. desember.