Snægrímsmenn töpuðu í Grafarvogi í hörkuleik

Snægrímsmenn töpuðu í Grafarvogi í hörkuleik

Strákarnir í Snægrími léku í dag gegn Fjölni á útivelli í Grafarvogi í Íslandsmótinu í unglingaflokki. Fjölnismenn byrjuðu betur í leiknum og komu sér upp þægilegri forystu 27:10 eftir fyrsta leikhluta. Snægrímsmenn léku eilítið betur í öðrum leikhluta en þó ekki þannig að þeir næðu að minnka forskot heimamanna sem voru 25 stigum yfir í hálfleik 49:24. Gestirnir mættu þó grimmir til leiks í síðari hálfleik. Strax í upphafi þriðja leikhluta lék liðið pressuvörn sem skilaði góðum árangri. Á sama tíma fóru körfurnar að detta. Snægrímsmenn náðu að lokum að minnk muninn niður í 13 stig og var staðan að loknum þriðja leikhluta 65:52 fyrir Fjölni. Áfram dróst saman með liðunum í fjórða leikhluta. Snægrímsmenn héldu áfram að pressa og náði muninum niður í 2 stig. Lengra komust þeir hins vegar ekki. Fjölnismenn réttu úr kútnum og unnu að endingu 9 stiga sigur, 81:72.

Atkvæðamestur Snægrímsmanna í leiknum var Atli Aðalsteinsson sem var á eldi og skoraði 27 stig. Næstur kom Kristján Örn Ómarsson með 14, Jóhann Kristófer Sævarsson 9, Snjólfur Björnsson 8, Hafsteinn Davíðsson 6, Atli Steinar Ingason 5 og Jón Páll Gunnarsson 2.

Snægrímsmenn eiga einn leik eftir fram að jólum í Íslandsmótinu. Leikurinn fer fram í Borgarnesi sunnudaginn 14. desember nk. og kemur lið Tindastóls í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 15:00.