Stelpurnar áfram á sigurbraut!

Stelpurnar áfram á sigurbraut!

Snæfellsstúlkur tóku á móti Grindavík eftir frestun frá í gær í Domnosdeild kvenna og varð að henda í „bicep“ í Hólminum vegna þess en karlaliðið átti leik strax á eftir. Rólega byrjaði leikurinn en liðin voru jöfn 2-2 eftir tveggja mínútna leik. Snæfell var yfir 7-4 þegar Pálína jafnaði með góðum þrist 7-7 en leikar voru einnig jafnir 9-9 og bæði lið tilbúin í baráttuleik. Rachel Tecca og Pálína Gunnlaugs ráku þetta áfram hjá Grindavík sem gaf eftir undir lok fyrsta hluta og Snæfell sóttu hratt á þær 9-0 og komust í 24-13. Snæfell leiddi eftir fyrsta fjórðung 26-17.

Mikil spenna einkenndi leikinn og beindist mikið að dómurum leiksins og voru ekki allir jafnhressir með það dúó og kom það frá báðum liðum. Snæfell spilaði hins vegar fína vörn og fengu mikið gefins að Grindvíkingum fannst og máttu líta sér nær í stað pirrings sem hjálpaði ekkert. Leikurinn var reyndar spilaður fast á báða bóga og liðin kannski ekki komin með villur í samræmi við það en þurftu þá bara að haga sér eftir því. Heimastúlkur héldu sér í 10-15 stiga forystu og alls ekki með erfiðum en þær leiddu 41-28 í hálfleik.

Hjá Snæfelli var heildin að skila betri leik og var Kristen McCarthy komin með 13 stig og 9 fráköst. Næstar voru Berglind með 8 stig og Gunnhildur og Hildur 7 stig hvor. Í liði gestanna var Rachek Tecca komin með 14 stig, María Ben 6 stig og Pálína 5 stig og vantaði liðinu meiri hjálp þó varnarleikurinn væri oft með ágætum punktum.

Grindvíkingar komu einbeittari að virtist í seinni hálfleikinn og voru fastari fyrir og skipulögðu sóknirnar betur og náðu að saxa eilítið 49-41 en erfitt var að taka alla brúnna í einu stökki gegn Snæfelli sem héldu sig við áður upp unna forystu og leiddu 60-48 fyrir lokafjórðunginn. Þar mættu Grindavíkurstúlkur ekki til leiks og Snæfell komst í 66-48 áður en Grindavík setti stig á töfluna eftir 2:30 mínútur en Snæfell fengu þarna 20 stiga forystu 70-50 og róðurinn bara þyngri hjá gestunum. Það var ljóst að Snæfell ætlaði sér ekki að gefa toppsætið frá sér og spiluðu mjög fínann leik til sigurs 80-56 og meira að segja Nína farin að hljóma aftur í Hólminum eftir leik.

Snæfell: Kristen McCarthy 30/ 14 frák. Hildur Sigurðardóttir 13/10 frák/6 stoð. Berglind Gunnarsdóttir 12/6 frák. Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/5 frák. Helga Hjördís 8/7 frák. Rebakka Rán 8/5 frák. María Björnsdóttir 0/6 frák. Silja Katrín 0. Alda Leif 0. Anna Soffía 0.

Grindavík: Rachel Tecca 29/14 frák. María Ben 11/6 frák. Pálína Gunnlaugsdóttir 8/7 frák. Petrúnella Skúladóttir 6/7 frák/4 stoðs. Ingibjörg Jakobsdóttir 2. Jeanne Sicat 0. Ásdís Vala 0. Hrund 0. Lilja Ósk 0. Katrín Ösp 0.

Tölfræði leiksins

Símon B. Hjaltalín
Mynd – Þorsteinn Eyþórsson (úr leik KR og Snæfells fyrr í vetur)