Óli Ragnar Alexandersson í Snæfell

Óli Ragnar Alexandersson í Snæfell

Óli Ragnar Alexandersson leikstjórnandi úr Njarðvík sem fæddur er 1992 hefur gengið til liðs við Snæfell og mun leika með liðinu út tímabilið.

Óli Ragnar mun verða löglegur með Snæfell fyrir fyrsta leik liðsins gegn Fjölni á útivelli 9. janúar 2015.

Karfan.is ræddi stuttlega við Óla Ragnar sem sagði hlutina ekki hafa verið að ganga upp hjá sér í Ljónagryfjunni. „Ég er búinn að spila lítið í vetur og svo er að koma kani í mína stöðu eftir áramót þannig að ég sá ekki fram á neitt tækifæri til þess að spila,“ sagði Óli sem kveður Njarðvíkinga í 6. sæti deildarinnar og heldur í Hólminn þar sem Snæfell er í 7. sæti.

Þetta eru góðar fréttir fyrir liðið og mun þetta auka breidd liðsins. Vertu velkominn Óli, rautt og hvítt fer öllum mjög vel!

Áfram Snæfell