Góður sigur hjá okkar mönnum!

Góður sigur hjá okkar mönnum!

Þessa umfjöllun er hægt að finna á mbl.is – það var Kristinn Friðriksson sem skrifaði.
Myndirnar tók Eva Björk Ægisdóttir.

Alla umfjöllunina með textalýsingu má sjá hérna

Sigurinn var forljótur – segja þeir á mbl.is

Fjöln­ir tók á móti Snæ­felli í Dom­ino‘s-deild karla í körfuknatt­leik í kvöld. Leikn­um var að ljúka rétt í þessu sök­um tafa þar sem Snæ­fell­ing­ar lentu í bíla­vand­ræðum á leiðinni. Það er skemmst frá því að segja að Snæ­fell vann leik­inn 88:84 eft­ir að hafa verið und­ir lunga leiks.

Snæ­fell­ing­ar komust yfir við upp­haf fjórða fjórðungs og eft­ir æsispenn­andi hluta og loka­mín­út­ur náðu þeir að halda í litla for­ystu sem dugði að lok­um.

Sig­ur­inn var for­ljót­ur í raun því Snæ­fell lék mjög illa á köfl­um og geta þakkað Fjöln­ismönn­um fyr­ir að refsa ekki nægi­lega vel þegar tæki­fær­in gáf­ust, og ekki skorti Fjölni tæki­fær­in í leikn­um til að stinga gest­ina af. Það rætt­ist ekki hjá heima­mönnn­um og verma þeir því enn botn Dom­in­os-deild­ar­inn­ar.

Leik­ur­inn var í hönd­um heima­manna fyrstu þrjá fjórðung­ana og voru þeir alltaf skrefi á und­an. Í upp­hafi fjórða fjórðungs var það Snæ­fell sem tók öll völd, und­ir hand­leiðslu Aust­in Bracey, sem skoraði fyrstu 7 stig hlut­ans og hleypti lífs­ork­unni í sína menn. Reynsla Snæ­fels réð því að þeir héldu sjó eft­ir mí­mörg áhlaup Fjöln­is, sem hefðu getað jafnað í lok­in og sent leik­inn í fram­leng­ingu. Það tókst ekki í þetta sinn en þeir mega vel við una því það ligg­ur ljóst fyr­ir eft­ir þenn­an leik að Fjöln­ir líta tölu­vert bet­ur út núna en fyr­ir ára­mót.

Chris Woods, Aust­in Bracey og Sig­urður Þor­valds­son áttu frá­bær­an dag fyr­ir Snæ­fell og svo steig Sveinn Davíðsson fram og átti prýðileg­an leik.

Hjá heima­mönn­um var það liðsheild­in sem átti góðan dag; Sindri Kára­son var sterk­ur, Garðar Svein­björns­son og Arnþór Guðmunds­son voru mjög góðir og í síðasta hlut­an­um kom Ólaf­ur Torfa­son gríðarlega sterk­ur inn og átti mögu­leika að jafna leik­inn en þvi miður fyr­ir Fjölni tókst það ekki í þetta sinnið. Nýr er­lend­ur leikmaður liðsins, Jon­ath­an Mitchell, komst prýðilega frá þess­um leik þó svo að töl­urn­ar hafi skort. Hann spil­ar flotta vörn og klár­lega góður liðsauki fyr­ir Fjölni.

Tölfræði leiksins má finna hérna