Framtíðin er björt!

Framtíðin er björt!

Drengirnir í 9. flokk kepptu við Njarðvík í 16 liða úrslitum í bikarkeppninni í dag. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann. Góðar varnir og oft á tíðum skemmtilegur sóknarleikur sem bæði lið sýndu. Skotin duttu því miður ekki fyrir okkar drengi í dag og því fór að Njarðvík vann með 3ja stiga mun 44 – 41. Það má því segja að Snæfellsstrákarnir, sem eru í B-riðli, eiga helling í bestu lið landsins í sínum flokk. Njarðvík spilar í A-riðli og eru með fínasta lið þar.

Ég undirritaður er ánægður með hversu miklum framförum í bæði vörn og sókn strákarnir hafa tekið í vetur, þessir auka klukkutímar í íþróttahúsinu eru klárlega að skila sér hjá strákunum mínum. Ánægðastur var ég þó með það að allir voru tilbúnir að hjálpa liðinu, hvort sem þeir spiluðu allan leikinn eða nokkrar sekúndur. Það gerir góð lið betri.

Leikinn dæmdu þeir Ingi Þór og Jón Þór að stakri snilld, enda ekki við öðru að búast hjá þeim.
Við óskum Njarðvíkingum til hamingju með sætið í 8 liða úrslitum og sjálfir getum við ekki beðið eftir að mæta á æfingu á mánudaginn til þess að verða betri fyrir næsta mót.

Við viljum þakka þeim sem mættu að horfa á, strákarnir taka eftir því hversu vel er mætt og eru virkilega ánægðir með það.

Stigaskor okkar mann skiptist svona:
Breki 19, Aron 11, Dawid 6, Tómas 2, Elli 3
Andri komst ekki á blað en stjórnaði leiknum okkar af stakri prýði og gaf nokkrar stoðsendingar.
Valdimar komst ekki á blað en spilaði góða vörn og var skynsamur í sókninni.
Vignir komst ekki á blað en gerði vel í þær mínútur sem hann spilaði.
Kristófer komst ekki á blað en stal boltum og spilaði góða vörn auka þess að vera skynsamur í sókninni.
Haraldur kom ekki inn á en hann er nýbyrjaður að æfa aftur eftir smá frí.
Eiríkur spilaði ekki leikinn vegna meiðsla og Viktor var fjarverandi (í USA).

Myndin var tekin á síðustu æfingu fyrir jól (furðufataæfing eins og sjá má).

Með bestu kveðjum,
Gunnlaugur Smárason þjálfari 9. flokks
Áfram Snæfell