Andlaust út um allt!

Andlaust út um allt!

Fyrri leikur Snæfells og Þórs, sem mættust í Dominosdeild karla í Stykkishólmi, fór 94-96 fyrir Snæfelli.
Eins og við var að búast var jafnræði með liðunum í upphafi leiks og framlagi vel dreift á leikmenn. Telja má til að betri varnarleiks hafi sést á meðal beggja liða en hraðar og villtar sóknir voru ráðandi í leik þeirra og menn að þreifa á þessu svona. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 23-21 fyrir Snæfelli.

Liðin eru bersýnilega á sama stað í deildinni bæði með 16 stig í 5. og 7. sæti og hver sigur rándýr í ferðalagið sem eftir er af þessu tímabili. Snæfellsmenn höfðu oftar stigið eða tvö í forskot en meira var það ekki. Liðin höfðu þó skipst á forystu nokkrum sinnum og en Þór hafði leitt mest með tveimur stigum en Snæfell sex stigum. Í öðrum hluta virtist draga aðeins af gestunum og Austin Bracey nýtti sér það með tveimur þristum og staðan 43-38 sem var ekkert brjáluð forysta en krafturinn virtist vera meiri heimamanna um tíma. Góður vindur blés í segl gestanna undir lok fyrri hálfleiks og eftir hann leiddi Þór 47-49.

Til gamans má geta að í hálfleik var Hildur Sigurðardóttir sæmd titlinum Íþróttamaður Snæfells 2014. Karfan.is óskar Hildi til hamingju.

En að leiknum þá voru í liði Snæfells, fyrirferðamestir, Sigurður Þorvaldsson með 11 stig, Austin Bracey með 10 stig og Chris Woods einnig með 10 stig og bætti við 8 fráköstum. Hjá Þórsurum var Grétar Ingi að lauma þessum 16 stig fram hjá vigt en ekki fór mikið fyrir pilti. Tómas Heiðar og Baldur Þór voru sprækir með 8 stig hvor.
Þórsarar voru í upphafi seinni hálfleiks komnir í bílstjórasætið og náðu fljótt 8 stiga forystu 52-60 og Snæfellsmenn koðnuðu töluvert niður, létu spræka gestina stoppa sig og voru hálfir á við fyrri hálfleik. Grétar Ingi fékk teiginn cher til umráða og sallaði niður undir körfunni að vild og hafði sett 8 stig á Snæfell á einungis 4 mínútum. Ingi Þór tók leikhlé og lét blásarann fjúka yfir liðið. Snæfellingar voru búnir að grafa einhverja holu sem engin fann leið upp úr. Gestirnir grænu nýttu sér það og bættu í og eftir frábæra sókn og þrist frá Baldri var staðan 61-76 fyrir Þór. Snæfellingar löguðu aðeins stöðuna rétt fyrir lok þriðja hluta og staðan 65-76 en varnarleikurinn hafði að mestu gleymst inni í klefa í hálfleik eða allavega leikgleðin.

Hliðið að paradís virtist lokað og læst og varnarleikur Snæfells, að sjá, fór allvega ekki batnandi og leikmenn báru ekki höfuðið hátt. Hinir margþekktu hælar voru notaðir en tærnar hjá Þór sem leiddu 69-86 og voru Sovic og Govens að stíga upp í skori og svo voru menn eins og Oddur Ólafsson sem komu inn á með töffaraskap, baráttu, smellti niður þrist sem bara jók muninn og ófarir heimamanna og þar með að settu gestirnir hálfa aðra hönd á sigurinn þegar um þrjár mínútur voru eftir og staðan 72-91. Síðustu mínútur leiksins voru tíðindalitlar og eftir koðnun Snæfells í seinni hálfleik varð eftirleikurinn auðveldur fyrir Þór sem tóku sigurinn 86-101.

Snæfell: Chris Woods 21/13 frák. Sigurður Þorvaldsson 20/5 frák/4 stoðs. Austin Magnús Bracey 15/6 frák/4 stoðs. Pálmi Freyr 8/5 frák. Snjólfur Björnsson 8. Óli Ragnar 4. Stefán Karel 3/5 frák. Sindri Davíðsson 3. Sveinn Arnar 2. Viktor Marinó 2. Jón Páll 0. Jóhann Kristófer 0.

Þór: Grétar Ingi 31/6 frák. Nemjana Sovic 18/5 frák. Darrin Govens 15/10 frák/9 stoðs/4 stolnir. Baldur Þór 14. Tómas Heiðar 14. Oddur Ólafsson 5. Emil Karel 2. Þorsteinn Már 2. Sveinn Hafsteinn 0. Davíð Arnar 0. Jón Jökull 0.

Símon B. Hjaltalín.

Myndsafn – Eyþór Benediktsson